vinna

Vinnudagurinn okkar verður á Geldinganesi laugardaginn 28. apríl
Við mætum milli 9 og 10 og verðum fram eftir degi.
Þar er margt sem liggur fyrir eing og sjá má og því brýnt að sem flestir mæti þannig að þetta vinnist hratt og vel.
Verkefnalisti dagssins:

Skrapa, grunna og blettmála gámana
Fara á alla gáma með sporjárn og slípa, rispa burtu allt ryð eins og unnt er. Grunna með fljótþornandi ætigrunni og lakka yfir með gráa litum okkar.
Smíða rekka inn í nýja gáminn.
Smíða þarf rekka í nýja gáminn og gera hann klárann fyrir útleigu.
Taka til í klúbbbátagámum og græja rekka undir dót.
Fara í gegnum dótið, reyna að græja varnalega, raða og koma þessu snyrtilega fyrir
Fara í gegnum búnað klúbbsins, galla og tilheyrandi
Tryggja að græjurnar séu í góðu ástandi og hengja upp. Henda því sem er orðinn ónýtt.
Aðstöðugámarnir
Taka til og sópa út (má spúla þegar búið er að mála)
Bátageymslugámar.
Taka báta út eftir þörfum og sópa vel sandi út úr öllum gámum.
Moka rífa grasið frá bekkjunum/gámunum slétta með hrífum framan við gáma.
(gera snyrtilegt með hrífum og skóflum)
Þrífa aðstöðugámana, opna og spúla vel út úr öllum gámum.
(þetta gerist einnig í restina þegar búið er að mál)
Fara yfir opnun allra gáma:
Smyrja lamir og lása á öllum gámunum (þetta gerist í restina þegar búið er að mála sem)
Taka til á nærsvæði við aðstöðuna,
tína rusl og hreinsa til, taka saman þangið sem er á víð og dreif um allt og safna sama í haug (fáum svo hverfastöðina til að taka þettað fyrir okkur)

Það sem má taka með sér er.
Sporjárn, sköfur, malarhrífur, skóflur, kerru og jeppa þá getum við náð í smá möl/sand í fjörukambinn. Annað sem mönnum dettur í hug og góða skapið.

ÞAÐ SKIPTIR MÁLI AÐ ÞÚ MÆTIR LÍKA

Grill í lok dags, (kl 14:00) en á eftir að finna einhvern til að taka það að sér því INGI er að svíkja okkur í þetta skiptið…….Ingi nú er starfið í hættu.