Reykjavíkurbikarinn á Laugardaginn 19. maí 2018.

Keppni í 10 km hefst kl 10. Keppendur verða að skrá sig til keppni frá kl 09 til 0930

Keppnisleið verður frá Eiðinu útfyrir Fjósakletta og undir bryggjuna að gul/svörtu baujunni á sundinu og austurfyrir Geldinganes að Leirvogi þar sem að beygt verður við bauju sem er ca 10-20 metra frá landi og svo beygt í áttina að Eiðinu þar sem að endamarkið er.

Kl 1015 verður svo ræst í 3 km keppnina og hún verður í austur að Hólmanum og snúið við og róið til baka sömu leið. Þessi keppni er fyrir þá sem eru að byrja í kayakróðri og þá sem hafa ekki haft tækifæri til að æfa sig fyrir 10 km en vilja samt vera með. Allir eru velkomnir til að spreyta sig í hvora keppni sem er en reikna má með að það fari um og yfir klst í 10 km og 15-30 mín í þessa styttri.

Keppnisflokkar verða eins og áður: karla- og kvennaflokkur og ferða- og keppniskayakar. Sem sagt eins og var í fyrra og árin þar á undan.


kv
Keppnisnefnd
Ágúst Ingi
Helga
Þorbergur