Aðalfundur Kayakklúbbsins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2019 í sal D í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6 og hefst kl. 20:00.

Dagskrá fundar

Samkvæmt 6. grein laga félagsins þurfa tillögur að lagabreytingum og önnur málefni,sem krefjast atkvæðagreiðslu að tilkynnast stjórn Kayakklúbbsins amk tveimur vikum fyrir aðalfund (8. febrúar).

Dagskrá aðalfundar:

 

 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
 3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
 5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
 6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
 7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
 8. Önnur málefni sem borist hafa til stjórnar lögð fram og borin undir atkvæði.
 9. Kosning formanns og fjögurra meðstjórnenda sem skipta með sér verkum í samræmi við 9. grein.
 10. Ákvörðun félagsgjalda.
 11. Önnur mál.
 12. Fundargerð.
 13. Fundarslit.

 

Stjórn og nefndir

Hvetjum hér með félagsmenn að gefa kost á sér til starfa í stjórn eða nefndum klúbbsins, t.d. með því að senda póst á . Nefndirnar bera uppi starfsemi klúbbsins og mikilvægt er að þær séu mannaðar góðu fólki hér eftir sem hingað til. Nánar má lesa um nefndarfólk og hlutverk nefndanna á heimasíðunni okkar undir Klúbburinn - Nefndir.

Bestu kveðjur,

Stjórn Kayakklúbbsins