Kæru félagsmenn

Í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann hefur stjórn Kayakklúbbsins ákveðið að allir viðburðir á vegum klúbbsins falli niður amk á meðan samkomubann er í gildi.

Aðstaða Kayakklúbbsins verður auðvitað áfram opin og öllum frjálst að halda áfram sínu striki.

Við minnum á að hreinlæti er helsta vopnið gegn smiti og hvetjum notendur aðstöðunnar til að halda henni hreinni.

F.H stjórnar

Guðni Páll Viktorsson