Kæru félagsmenn

Mig langar að byrja á því að þakka félagsmönnum fyrir tillitsemi og skilning á þessum sérstöku tímum einnig góða umgengni í félagsaðstöðu okkar í Geldinganesi.
Áfram verður hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

Félagsróðrar aftur af stað en áfram með breyttu sniði.

Ennþá eru takmarkanir og 2 metra reglan er áfram við lýði, því hefur stjórnin ákveðið að halda áfram með lokun á búningsaðtöðuni í félagsróðrum.

Hámarks fjöldi í hverjum félagsróðri er 10 manns og er okkur skylt að fylgja því.

Róðrar á þessu tímabili eru eingöngu fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða sambærilegri þjálfun.

Félagabjarganir eru undir stjórn róðrastjóra og framkvæmdar með 2 metra reglu í huga.

Notkun búningsaðstöðu verður óheimil í félagsróðrum.

Róðrarstjóri mun sjá til þess að opna lyklaskáp og koma lyklum út á bekk.

Róðrarstjóri skipar aðstoðarmenn í hverjum róðri sem munu aðstoða við framkvæmd.

A.T.H
Ef róðrarstjóri mætir ekki þarf hópurinn að tryggja að ekki fleiri en 10 þáttakendur sé með
.

Róðrarstjórar ættu að setja auglýsingu inná facebook síðu klúbbsins (korkinn) fyrir hvern róður og óska eftir skráningu inná þráðinn.

F.h stjórnar

Guðni Páll