ImageBessastaðabikarinn

Nú er að líða að hinum skemmtilega Bessastaðabikar.  Ræsing laugardaginn 21. júní kl. 09:45. Þetta er hæfilega löng keppni, 12 km róður, og róðrarleiðin er afar skemmtileg.  Nánari lýsingu má sjá með því að smella hér að neðan.

Kajakklúbburinn Sviði á Álftanesi heitir eftir landnámsmanninum Sviða sem bjó á Sviðsholti á Álftanesi, næsti nágranni Vífils á Vífilsstöðum. Við félagarnir höfum heyrt frá elstu mönnum á Álftanesi (nú horfnir yfir móðuna miklu) að Sviði hafi tekið smákrók til Gænlands á leiðinni hingað og verslað forláta húðkeip sem hann lék sér á í tómri gleði yfir landinu nýja. Reyni einhver að afsanna þessa sögu önsum við því í öngvu og látum sem ekkert sé. Sviði er kajakklúbbur stofnaður 2006 og nýtur velvildar í bæjarfélaginu sem hefur stutt okkur með myndarlegu fjárframlagi til kaupa á búnaði og afnot af sundlauginni til æfinga. Við viljum gjarnan auka við flóruna í kajakkeppnum og endurlífga Bessastaðabikarinn með okkar lagi. Leiðin er ca. 12 km, þar sem þarf að takast á við strauma og fjölbreyttar aðstæður. Kort og mælingar eigum við ekki nógu góðar af leiðinni en loftmyndir frá Google sýna þetta nokkuð vel. 21 júní í ár er valinn með tilliti til aðstæðna í Skógtjörn ( 2 dagar í stórstreymt), en þar þarf að fást við erfiðan sjávarfallastraum út úr tjörninn næstum í upphafi leiðarinnar. Vestanátt getur gert leiðna vestur fyrir býsn erfiða. Leiðin norðurfyrir og inn í áttina að Arnanesvogi er lengri en sýnist. Síðasti spottinn inn Lambhúsavíkina verður á móti útfallinu, en markið er undir kirkjunni á Bessastöðum. Morgunflóðið er 8:00 þennan dag. Því ræsum við kl. 9:45 til að hitta á strauminn sæmilega erfiðan, en inni á tjörninni verður bauja semþarf að krækja fyrir. Keppnin sjálf byrjar í fjörunni í Garðabæ, í fínni sandfjöru undir Katrínarkoti ( blátt timburhús að hruni komið). Við bjóðum að sjálfsögðu hjálp við bátaflutninga á glæsilegri kajakkeru Sviða milli áfangastaða keppninnar. Hérna gefst okkur í Sviða kjörið tækifæri til að kynna öðrum ræðurum Álftanes sem náttúrperlu og þeir munu í leiðinni kynnnast því hvílíkt kjörlendi Álftanes er fyrir íþróttina. Sviði heldur nú í þriðja sinn Bessastaðabikarinn sem er orðin árlegri kajakkeppni og gefur stig til Íslandsmeistara. Samkoman mun lífga upp á mannlífið á nesinu og festir Álftanes í sessi sem einn af eftirlætisstöðum kajakræðara.