Eins og margir vita sjálfsagt þá hefur Rafstöðin í Elliðaárdal ekki verið í notkun í vetur. Ástæðan er sú að aðfallsrör stöðvarinnar eru léleg og ekki þótti hættandi á að nota því því þau gætu brostið með tilheyrandi flóðum. Orkuveitan tók sig síðan til fyrir helgi og hleypti niður úr lóninu við Árbæjarstíflu og þar með varð endanlega ljóst að ekkert verður af Elliðaár-ródeói í ár. Nú þurfum við að finna nýjan stað. Hvað segja straumvatnsmenn? Hvar teljið þið best að halda Vor-ródeó? Endilega látið í ykkur heyra á korkinum.

Vorhátíðin og Reykjavíkurbikarinn (10 km og 3 km keppni) verða á sínum stað. Verið er að fínpússa dagskránna. Haft verður samband við þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og þeir boðaðir á æfingu, Seakayak Reykjavík verður með kynningu, farið verður yfir sumardagskránna hjá klúbbnum sem er hvorki meira né minna en 30 ára á þessu ári og fleira. Þess má einnig geta að nú verður keppt í splunkunýjum keppnisvestum. Björgunarsveitin Kjölur sér um öryggisgæslu á sjó.

Bikarhafar síðasta árs eru vinsamlegast beðnir um að koma bikurum til skila, annað hvort á keppnisdag eða með því að skila þeim til formanns keppnisnefndar - sendið póst í runar.palmason@gmail.com til að panta tíma!