Þrautabraut

Keppnisnefnd er að útfæra brautina sem verður notuð í keppninni á laugardag, sjá meðfylgjandi tillögu að braut. Einhverjar breytingar geta enn orðið. Brautin verður afmörkuð með nokkrum baugjum (rauðir hringir) og þurfa keppendur að staðsetja sig með því að flútta milli þeirra.

Það er stórstreymt á laugardaginn og fjara kl. 12:50, sjávarstaða mun því breytast nokkuð á keppnistíma. Stefnt er að því að hefja keppni um kl. 11, en það ræðst af fjölda þátttakenda. Mikilvægt er að þáttakendur tilkynni þátttöku hér á korkinum eigi síðar en föstudaginn 31. ágúst.

Tveir keppendur verða ræstir samtímis í brautinni og hver þáttakandi fær að fara tvær umfrerðir.  Ef þáttaka verður góð munu efstu menn (4) í hvorum flokki sem hafa samanlagt besta tímann keppa til úrslita.

Þrautir í úrvalsflokki

Valkostur gefinn innan sviga (snúa bát í mismarga hringi):

  1. (a+b) Í upphafi er bátur inni í hólfi flotbryggju. Róið er út úr hólfi og inn í aðliggjandi hólf. Síðan bakkað úr hólfi og bakkað aftur í upphafshólf.
  2. Hægri velta
  3. Svigbraut er farin þrívegis. (i) áfram (ii) afturábak (iii) áfram en einungis leyft að róa á annarri hlið
  4. Róið með höndum
  5. Synda með bát + sjálfbjörgun „cowboy“
  6. Snúa bát í tvo hringi: (i) einungis framáratak (ii) einungis bakáratak
  7. Hliðarróður, hægri hlið
  8. Fara úr mannopi og upp á skut, snúa búk í heilan hring
  9. Róa sitjandi á skut
  10. Hliðarróður, vinstri hlið
  11. Vinstri velta
  12. Fara á hvolf og úr bát + Re-entry
  13. Róið að endamarki, þar þarf að standa upp og slá í bolta (Snúa í 3 hringi)
Í úrslitum í úrvalsflokki kann að vera að þrautir verði þyngdar t.d. með því að: (i) krefjast þess að fætur séu ofansjávar í reit 9. (ii) Láta þátttakanda færa hlut úr bakhólfi í framhólf.

Þrautir í almennum flokki

Valkostur gefinn innan sviga (snúa bát í mismarga hringi):

  1. (a+b) Í upphafi er bátur inni í hólfi. Róið er út úr hólfi og inn í aðliggjandi hólf. Síðan bakkað úr hólfi og róið aftur í upphafshólf. Að endingu er bakkað úr hólfi og bát snúið ()
  2. Velta (Snúa 1 hring)
  3. Svigbraut er farin þrívegis. (i) áfram (ii) afturábak (iii) áfram en einungis leyft að róa á annarri hlið ()
  4. Róið með höndum ()
  5. Snúa bát í einn hring, einungis framárata k ()
  6. Snúa bát í einn hring, einungis bakáratak ()
  7. Róa sitjandi á skut ()
  8. Hliðarróður, hægri hlið ()
  9. Hliðarróður, vinstri hlið ()
  10. Snúa búk í heilan hring, rass má vera í mannopi (Snúa í 3 hringi)
  11. Synda með bát ()
  12. Sjálfbjörgun úr sjó, valfrjáls aðferð ()
  13. Róið að endamarki. Ekki krafist að standa upp og slá í bolta en það gefur frádráttartíma.