Vel heppnaður veðurfræðifyrirlestur var haldinn í gærkvöldi.  Dr. Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur hélt rúmlega 2 klst langan fyrirlestur um veðurfræði, skil, skýjafar, veðurspár og fleira áhugavert.

30 klúbbmeðlimir mættu og gerðu góðan róm að fyrirlestrinum enda flestir miklir áhugamenn um efnið.

Lárus var aðal hvatamaður og Klara sá um salinn og veitingar og ýmsa skipulagningu.  Takk fyrir það.