Kæru félagsmenn

 

Kayakklúbburinn óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, og þökkum árið sem er að líða.

 

Árið 2020 hefur verið sérstakt eins og við vitum og setti það augljóslega talsverðar hömlur á starfið hjá okkur í kayakklúbbnum þegar bera fór á takmörkunum í samfélaginu, það hefur verið okkar sýn í stjórn að sýna þá samfélagslegu ábyrgð að fara eftir settum tilmælum hverju sinni, við þökkum félagsmönnum fyrir þann skilning og tillitsemi.

 

Margir félagsróðrar hafa fallið niður eins og keppnir einnig. Ljóst þykir að veiran hefur haft áhrif á okkur öll og mun gera það eitthvað áfram.
Nú fer sól hækkandi og vonandi styttist í fjölmenna félagsróðra á vegum klúbbsins ásamt námskeiðum fyrir nýliða.

Það er þó ekki hægt að renna lauslega yfir árið 2020 án þess að nefna þær framkvæmdir sem hafa verið á félagsaðstöðu okkar í Geldinganesi.
Sem dæmi hafa verið settir upp nýjir geymslugámar fyrir báta og kaffigámur sem var innréttaður af húsnæðisnefnd og er aðstaðan okkar orðin algjörlega til fyrirmyndar og langar mig að þakka húsnæðisnefnd undir stjórn Össurar Imsland, sérstaklega fyrir sitt framtak ásamt öllum sjálfboðaliðum sem hafa lagt hönd á plóg við þetta verk og þeir eru ófáir.
Það er alveg ljóst að félagsstarf sem þetta gengur ekki án ykkar sem eruð tilbún að leggja tíma í starfið og fyrir það erum við þakklát.

Í ár er 40 ára afmæli klúbbsins og því hefur hópur fólks tekið sig saman í afmælisnefnd og er alveg ljóst að mikið stendur til á vegnum klúbbsins. Ég ætla þó ekki að þylja það upp hér en þetta fólk heldur utan um skipulagningu og vissulega koma fleiri að verkinu.

Afmælisnefnd:
Hrefna Kristín Þorbjörnsdóttir

Valgeir Elíasson
Ólafía Aðalsteinsdóttir
Helga Björk Haraldsdóttir
Gunnar Ingi Gunnarsson, tæknilegur ráðgjafi


Kveðja
F.h stjórnar
Guðni Páll Viktorsson