Það er komið að því. Árið sem við höfum öll beðið eftir og ekki bara út af einhverju bóluefni, ónei ónei. Árið í ár er ár áranna og ár keipanna því Kayakklúbburinn er hvorki meira né minna en 40 ára!  Afmæliskakan verður að sjálfsögðu á afmælisdaginn 7. apríl og aðalafmælishátíðin verður svo haldin að kvöldlagi í haust og að sjálfsögðu við sjávarsíðuna.

Logo 40 arAfmælisnefndin er að ræða við Kokatat um hönnun galaklæðnaðs í tilefni afmælisins en eins og Þórólfur og Kári bíðum við enn svara – boltinn er hjá Kokatat og boltinn er hjá Pfizer.

Óþreyjufulla klúbbmeðlimi sem bíða spenntir eftir hátíðinni hvetjum við til að rifja upp gamlar ferðasögur og finna gamlar myndir sem afmælisnefndin þiggur með þökkum. María Rún, sérlegur hönnuður afmælisnefndar, hannaði skemmtilegt afmælismerki í tilefni 40 ára afmælisins og kunnum við henni góðar þakkir fyrir.

Gleðilegt afmælisár öll sömul!
Kveðja frá afmælisnefndinni.