Vörur fyrir viðhald

28 júl 2014 13:32 - 28 júl 2014 13:33 #1 by Konyak
Replied by Konyak on topic Vörur fyrir viðhald
Þetta er rétt hjá Gumma og SAS, langar bara að bæta smá við.
GelCoat er hannað til þess að taka við næsta lagi, venjulega polyester með glertrefjum. Þess vegna er ysta lag þess, sem "sér" súrefnið, klístrað til langs tíma og hundleiðinlegt að slípa.
Þetta klístraða lag harðnar og bindst styrktarlaginu þegar það tekur sig og minnkar líkur á að það flagni frá.
Þegar vax er bætt út í gelcoatið þá leitar vaxið út á yfirborðið og lokar því gagnvart súrefninu. Þá harðnar gelcoatið undir vaxinu eins og ef það væri upp við mót eða styrktarlagi og verður ekki klístrað eða leiðinlegt meðferðar.
Í venjulegu resini sem maður leggur í motturnar er þetta vax til staðar og því er hægt að búa til top coat með því að blanda saman gelcoat og resini ef maður á ekki vaxið sjálft. Það verður ekki alveg eins fallegt litalega þar sem resinið er blátt eða grænleitt, en virkar og kostar minna þar sem það drýgir gelcoatið sem er mun dýrara en resin.
Varðandi hlutföll á slíkum blöndum hef ég bara farið eins langt með resinið án þess að liturinn láti mikið á sjá.

Kv. Hákon

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2014 20:42 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Vörur fyrir viðhald
Gelcoat er sprautað inn í mótin, trefjamottur og resin þar yfir og þornar best í súrefnissnauðu lofti. Er hægt að nota utan á báta, en þá er mælt með að setja plastfilmu yfir og loka með límbandi. Ég hef sleppt því og sá engan mun, eftir að slípun hófst.Topcoat er gelcoat með 2-3% vaxolíu, sem hægt er að meðhöndla eins og málningu.

Sjá t.d.
www.ybw.com/forums/showthread.php?117289-Gelcoat-or-Topcoat


kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2014 18:46 - 22 júl 2014 18:50 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Vörur fyrir viðhald
Ég fékk hvítt Gelcoat viðgerðarefni í Bauhaus, í málningarvörudeildini.
Gelcoat er efni í ýmsum litum sem er lagt í mótin þegar verið er að búa til td. báta, þá er gelcoat sprautað í mótin og látið taka sig aðeins, síðan er lagt yfir það trefjaplast í nokkrum lögum, síðan þegar búið er að ná réttri þykkt af trefjum er allt málað eða sprautað með topcoat.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2014 15:12 #4 by bjarni1804
Replied by bjarni1804 on topic Vörur fyrir viðhald
Hér væri við hæfi að fá skýringu á því hvað er gelcoat og hvað er topcoat.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2014 10:45 - 22 júl 2014 10:47 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Vörur fyrir viðhald
Þú færð trefjamottur, Resin og Gelcoat/TopCoat í Trefjum í Hafnarfirði, eina glæra resin-ið sem ég hef fundið.

Bílanaust hefur til þessa selt mottur og resin (herðirinn er rauður).

Formverk hefur einnig selt okkur efni til viðgerða, hef keypt hjá þeim olíu til að setja í GelCoat, til að breyta því í Topcoat

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2014 10:39 - 22 júl 2014 10:41 #6 by Gíslihf
Í Bauhaus má finna bönd og teygjur í dekklínur og dekkteygjur í hillugangi sem virðist vera settur upp fyrir siglingafólk. Þeir eiga hins vegar ekki efni fyrir viðhald á trefjaplasti og þekjulagi (Gel coat) og ekki eiga þeir vatnsheldan (closed cell) svamp til að laga innra byrði báts að ræðara (fitting).
Sömu sögu má segja um Húsasmiðjuna, þeir eru hættir að flytja inn og selja Gel coat og ekki veit ég til að GG-sjósport sé með slíkar vörur.
Nú gæti ég hringt í nokkra félaga sem eru mér fremri um viðhald báta sinna - en það er betra fyrir klúbbfélaga ef það kæmi fram hér á Korkinum hvar hægt er að fá slíkar vörur, efni og búnað. Hugsanlega panta menn þetta beint, en það er þó unnið mikið hér á landi að viðhaldi trefjaplastbáta og annars búnaðar úr trefjaplasti, þannig að innlendir söluaðilar hljóta að vera til.

Hér er krækja á erlenda síðu sem ég rakst á gegnum YouTube fræðslu:
www.westmarine.com/resins-fiberglass

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum