Hringróður

21 júl 2015 21:04 - 21 júl 2015 21:09 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringróður
Í gær var verið að leita að einhverjum sem hafði sent MayDay neyðarkall á rás 16 VHF, það er neyðarbylgjan. Það hefur ekki verið þessi ræðari sem við höfum frétt af, því hann hafði aðeins síma.
Eigi að síður fóru menn að velta því fyrir sér hvar hann væri og enginn virðist vita það. Ég hef rætt við tengilið í Vík, við Ara og Ingólf fyrir austan og er engu nær. Það sést á myndinni frá Húsavík hvernig maðurinn lítur út og báturinn álengdar. Gott væri ef við þekkjum fólk á sennilegri róðrarleið að kanna hvort einhver hefur orðið var við hann.

PS: Tim og Lynne frá Tasmaníu komu við hjá okkur Lilju í hádeginu og sátu hér góða stund og við bárum saman myndir frá þeirra róðrarleið. Þau eru mjög sátt við ferðina þrátt fyrir erfiða NA-átt, verða í tjaldstæði í Laugardalnum þar til þau fara með flugi 23.7.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2015 22:13 #2 by unnsjul
Replied by unnsjul on topic Hringróður
Þó ég hafi ekki frétt af þessum gaur, þá veit ég að maðurinn og konan frá Tasmaníu, sem ætluðu frá höfuðborginni austur að Norðfirði hafa látið gott heita og eru hætt við að fara alla leið. Langvarandi NA-áttir hafa tafið för þeirra og meira af slíku í kortunum. Því hættu þau á Tjörnesinu, eru búin taka í sundur fjögurra eininga kayak sinn og ætla landleiðina til baka. Einnig greina þau frá skorti á hnetusmjöri, þó það hafi kannski ekki ráðið úrslitum.
www.mistyhillblog.blogspot.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2015 15:05 - 16 júl 2015 15:06 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringróður
Ef þessi Bandaríkjamaður var á Breiðdalsvík í byrjun júlí á leið vestur með Suðurströndinni ætti hann að vera komin á Vesturland núna.
Hefur einhver orðið var við hann eða frétt af ferðum hans frekar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2015 20:35 #4 by skulihs
Replied by skulihs on topic Hringróður
Slík tilkynningaþjónusta er til hjá Landsbjörg á síðunni safetravel.is. Kannski er hún aðallega hugsuð fyrir ferðalög á landi en ég geri ráð fyrir að kayakræðarar geti nýtt hana á nákvæmlega sama hátt.

Annars er þetta vandrötuð leið sem hér er til umræðu. Annars vegar viljum við ekki að einhverjir bjúrókratar séu að stjórnast í því hvernig við ferðumst og hvað við gerum en hins vegar viljum við auðvitað gera það sem hægt er til að hindra að fólk fari sér að voða. Reyndar held ég að opinberar reglugerðir um alla mögulega hluti komi ekki endilega í veg fyrir að fólk fari sér að voða því reglugerðasmiðir ráðuneytanna eru ekki endilega þeir sem best vita um hvað skiptir máli í öryggismálum. Er ekki gott dæmi um það að lögreglustjórinn á Selfossi ákvað að banna straumkayaka á Ölfusá á þeirri forsendu að það eru flúðir í ánni.
Kveðja - Skúli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2015 20:13 #5 by Reynir Tómas Geirsson
Replied by Reynir Tómas Geirsson on topic Hringróður
Rétt er að það er ekki einfalt að flokka íþróttir eða ferðalög eftir áhættu, en það er eflaust hægt og fordæmi til. Auðvitað verða miklu fleiri slys í umferðinni, enda ólíku saman að jafna um fjölda og aðstæður. En í umferðinni gilda reglur og haldi menn sig innan þeirra gengur langoftast vel. Svo má muna að fari menn út fyrir rammann í umferðinni þá eru viðurlög við slíku, auk áhættunnar. Slysin gera hins vegar ekki boð á undan sér og ekki hægt að ætlast til að öllum óhöppum verði afstýrt eða að allir hafi skynsemi að leiðarljósi. Sumir og ef til vill flestir fara alltaf varlega, gæta að eigin öryggi á margvíslegan hátt og farnast vel. Það á ekki síst við um okkur sjókayakfólkið. Það eru þeir sem fara út fyrir ramma skynsemi og taka sénsa sem skapa vandamálin, þó í meirihluta tilvika blessist jafnvel flest slíkt athæfi. Blessunarlega. Ég er sammála því að einhverskonar tilkynningakerfi gæti verið ágætt, en þá fyrst og fremst vegna vissra sérstakra og óvanalegra aðstæðna. Það þarf ekki fyrir hvað sem er. Frelsi til athafna er mikilvægt og við kayakfólk erum talsmenn þess. Þetta er eins og með umferðina: stjórnvöld ættu að taka á þessu og setja skynsamlega ramma eftir samráð við þá sem til þekkja á hverju sviði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2015 13:17 - 06 júl 2015 15:34 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður
Hætt er við að ekki verði einfalt að draga í dilka ferðalög sem teljast hættuleg - banna sumt án trygginga og annara kvaða - Flest banaslys og önnur slys verða í umferðinni. Dýrasta björgunar og leitaraðgerð seinni tíma var í Fljótshlíðinni í byggð nokkur hundruð metra frá dvalarheimili fólksins. Af öllum þeim kayakræðurum sem hafa verið á róa hringinn - hefur enginn farist við verkið en flestir lent í mannraunum og verið hætt komnir- líka okkar menn. Sjálfur er ég búinn að vera að ferðast um fjöll og firnindi og á sjó - einn á ferð að mestu leyti- í > hálfa öld.. Því fylgja ákveðnar upplýsingar um ferð og tíma - til aðstandenda. Öryggismál hanna ég sjálfur. Eina skiptið sem ég hef lent í raunverulegri lífshættu var í hópferð á fjöllum um hávetur- skipulögð ferðafélagsferð.

Best væri að fólk gæti tilkynnt sig inn- fari það í lengri eða skemmri ferð -og sett þar inn nákvæmt ferða og tíma plan hjá t.d Landsbjörgu - en svoleiðis kostar mikið í framkvæmd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2015 22:25 - 06 júl 2015 09:22 #7 by Reynir Tómas Geirsson
Replied by Reynir Tómas Geirsson on topic Hringróður
Þó menn séu fræðilega á eigin ábyrgð, þá er það ekki svo ef eitthvað kemur uppá eða menn týnast. Þá er farið að leita og við það hætta aðrir menn lífi og limum. Kannski á ekki að minnast á tilstandið og kostnaðinn við slíkt, en ég geri það samt. Ég hitti einn þeirra sem hafa leitað í gær á Arnarstapa, hann var björgunarsveitamaður að leita frá Mýrum fram á Snæfellsnes að parinu sem sjósetti á Garðskaga um árið og reri þvert yfir mynni Faxaflóans án þess að láta menn vita um ferðaáætlun. Sá maður var sama sinnis og ég: það á ekki að vera hægt að fara af stað án lágmarks öryggisbúnaðar, án þekktrar ferðaáætlunar og tilkynningar til þeirra sem annast öryggi á sjó eða í landi. Hér kom maður í fyrra sem ætlaði hringinn frá Höfn með farsíma sem eina öryggistækið, eins og þessi. Góður ræðari en ekki varnur aðstæðum eins og þeim sem hér geta orðið. Það var ekki öllum rótt við það að frétta af honum, s.s Landhelgisgæslunni. Auðvitað reyna ræðarar að liðsinna og ráðleggja og tilmælin á heimasíðunni eru mjög góð, en svona ævintýramennska er ekki einkamál manna af mörgum ástæðum. Annarsstaðar í veröldinni væri ekki unnt að fara út í svona án þess að mæta öryggiskröfum og hafa tryggingar, hvort heldur það er áhættusamur róður á sjó eða ganga þvert yfir jökla og hálendi á slæmum árstímum, eins og dæmi var um snemma í vor. Já, það þarf opinberar aðgerðir því Samgöngustofa, sem ég hef spurrt, segist ekkert geta gert (eða vilja gera).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2015 21:13 - 05 júl 2015 21:14 #8 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður
Þessi ferðamaður sem er að ferðast á kayak umhverfis landið er og hlýtur að vera einn ábyrgur fyrir sínu ferðalagi - svona eins og ökumaður bíls sem ferðast um. Viðkomandi ferðamaður er ábyrgur sjálfur fyrir sínum öryggismálum. Komi eitthvað fyrir viðkomandi ,þá er það með öllu óviðkomandi öðru fólki sem leggur stund á svona ferðamennsku - hinsvegar þætti okkur svoleiðis leiðinlegt.
Það er hver sjálfum sér næstur - þar með að taka áhættu . En gott er að gagnlegar upplýsingar úr reynslubanka Kayakklúbbsins séu aðgengilegar öllum til uppflettingar- lengra getur svoleiðis ekki náð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2015 20:05 - 05 júl 2015 20:06 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringróður
Við hvorki viljum né getum ráðskast með aðra ræðara, við erum ekki stjórnvald, en viljum öllum ræðurum vel og lítum á þá sem félaga okkar í sportinu. Stundum geta veður og sjólag breyst hratt og aðstæður orðið erfiðar. Ef illa fer fyrir ræðara þá er almenningsálit fljótt að dæma okkur sem óábyrg og fífldjörf. Þess vegna og vegna þess að við viljum þessum félögum okkar vel höfum við sett leiðbeiningar á vefsíðu okkar um langróðra með ströndum landsins:
kayakklubburinn.is/index.php/english-mai...ddling-in-iceland-en
Líklegast er þetta þjálfaður og vel undirbúinn maður, en sumir gætu hafa heyrt aðila í ferðaþjóustu eða seljendur búnaðar segja að allir geti farið í kajakróðra, einnig þeir sem aldrei hafa reynt það áður. Það er aðeins rétt ef öryggi ferðalanga er tryggt með öðrum hætti eins og sérþjálfuðum leiðsögumönnum og reglum um hvenær er fært og ýmsu fleiru.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2015 10:56 - 05 júl 2015 11:01 #10 by Ari Ben
Replied by Ari Ben on topic Hringróður
Fékk símtal í gær frá félaga mínum á Breiðdalsvík, en þar hafði fyrir 3 dögum síðan, einhver rauðhærður bandaríkjamaður komið róandi á kayak, sagðist vera að róa hringinn. Skildist að það hefði verið leiðinda veður þegar hann kom á Breiðdalsvík, hann hefði aðeins gsm síma til samskipta og til að taka veður. Hann hefði misst af veðurspá því ekki hefði verið gsm samband. Áætlanir hans voru að róa á Hornafjörð og svo áfram suðurströndina.

Ætli hann þekki til aðstæðna á suðurströndinni? Finnst ekki gáfulegt ef hann er aðeins með GSM síma til samskipta.

Veit einhver meira um þennan náunga eða er í sambandi við hann?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2015 18:23 #11 by eirikur.sigurds
Replied by eirikur.sigurds on topic Hringróður
Eftir smá fyrirspurnir hef ég komist að þessu:

Maðurinn er frá austurströnd Bandaríkjanna og var fyrir löngu búinn að ákveða að róa hringinn í kringum Ísland þegar hann yrði fertugur. Hann er vel lesinn og fróður um íslendingasögurnar og mikill áhugamaður um landið. Hann lagði upp frá Reykjum í Hrútafirði og rær því réttsælis. Eftir því sem mér skildist er hann ekki mikið gefinn fyrir athygli og mér tókst ekki að véla út upplýsingar um nafn eða bloggsíðu. Tvær myndir teknar á áfangastað sem Bakki heitir, rétt norðan við Húsavík, í viðhengi. Bakki er næsti stóriðjuvöllur íslendinga og því síðasti séns að gista þar í friði.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2015 17:35 #12 by SAS
Replied by SAS on topic Hringróður
Þú segir fréttur, hef ekkert heyrt af þessum hringræðara.

Hins vegar eru hjón frá Tasmaniu sem lögðu á stað í júní byrjun frá Reykjavík og ætla að enda á Neskaupsstað á 2 mánuðum. Þau eru með blogsíðuna www.mistyhillblog.blogspot.com/

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2015 13:32 #13 by eirikur.sigurds
Hringróður was created by eirikur.sigurds
Fyrir tilviljun komst ég að því að Ameríkani er að róa hringinn í kringum Ísland núna, einn síns liðs. Hann var staddur á Húsavík fyrir um viku síðan. Vita félagar eitthvað meira um kauða eða hvort hægt sé að fylgja honum eftir, rafrænt?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum