Friðarsúlu róðurinn n.k. föstudag

09 okt 2015 23:53 - 09 okt 2015 23:56 #1 by siggi98

Vaskur 8 manna hópur mætti til leiks að þessu sinni.
Veður spáin gekk ekki alveg aftur og fengum við sunnanáttina ó dempaða í fangið út að friðarsúlunni.
Mættum 5 min fyrir tendrun og fengum góðan meðbyr á heimleiðinni.

Þakka fyrir mig og góðan félagsskap.

kv
Sigurjón




Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2015 11:06 #2 by Klara
Frábært plan.
Klara og Þóra ætla að mæta.
Vona að við verðum fleiri en þrjú :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2015 13:25 - 08 okt 2015 00:20 #3 by siggi98
Vegna anna félagsmann þá hefur það komið í minn hlut að
Leiða Friðarsúluróðurinn núna á föstudatinn
mæting 18.15.
Sjósett kl.18.50 og lent í Virkisfjöru um kl. 19:40
Friðarsúlan tendruð kl. 20
Haldið heim kl. 20:20 og komið í Geldinganes kl. 21:05

Lesa má um viðburinn hér
videy.com/vidburdir/tendrun-fridarsulunnar-3/
Þetta hefur verið verið árlegur og skemmtilegur viðburður hjá okkur í klúbbnum.
Ath:
Róðurinn út í Viðey er í ljósaskiptunum en bakaleiðin er í svartamyrkri þannig að nauðsynlegur aukabúnaður fyrir ræðara í þetta skipti er ljóstýra aftan á vestið eða bátinn helst bæði. Hjálmar hafðir með eigi fólk þá, utanyfirflík fyrir róðrarstoppið í Viðey - og heitt á brúsa sakar ekki


kv
Sigurjón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum