Góðar minningar frá Hornströndum 2006

28 feb 2016 22:30 #1 by Gíslihf
Er nokkur þörf á því fyrir sjálfstæða ræðara að greiða fyrir siglingu ?
Og ekki er hætta á því að gefast upp úr leiðindum á þeirri leið :laugh:

Hvað er að því að róa yfir Djúpið - ég gerði það 2009 frá Bolungarvík út í Rytur og síðasta sumar um Vigur út að Kaldalóni og svo aftur suður í Reykjanes.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2016 21:10 #2 by Gummi
Væri þá ekki tilvalið fyrir hressa aðila að rotta sig saman og fara eina mjög lausgirta og hressandi róðrarferð um Jökulfirði án snæris.
Ég er off þetta árið þar sem ég er boðin í aðra Hornstrandaferð, en það er víst ekki alveg fríkeypsi að fá siglingu þarna yfir í griðlandið.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2016 10:35 - 26 feb 2016 17:57 #3 by Sævar H.
Ég hef aldrei farið í kayakferð eða hópgönguferð- án þess að ekki hafi verið fararstjóri - nema einn á ferð.. Það var einnig í þessum ferðum í Jökulfirðina og Langasjó sem fjallað hefur verið um í minninga upprifjun . Og tug annara sambærilega að gæðum ,en kannski ekki landkostum- sem við fórum fyrrum.
Fararstjóri er leiðsögumaður ferðar .
Með tilkomu þessara róðrarstjóra og hjálparmanna hjá Kayakklúbbnum varð eðlisbreyting á svona ferðum.
Það er þessi eðlisbreyting sem ég hef tíundað hér að framan sem gerði þessar ferðir ekki áhugaverðar og fjarri að einhver öryggisupplifun fylgdi um fram það sem var. Svo minnst sé á dagsferðina í Hvalfjörðinn við Þyrilsey- þá vantaði ekkert uppá við messuna fyrir brottför og hvernig forystan var skipuð . Þau voru þrjú eða fjögur við stjórnina.
Alveg furðuleg uppákoma á einu þekktasta sviptivindasvæði landsins- sem þar átti sér stað- stórhluti kayakræðara fauk út í veður og sjó og sumir á hvolf- og aðra rak upp í land- handan fjarðar..
Þar hefði ég viljað hafa haft einn fararstjóra sem leiddi för af gamlalaginu og svona eins og skipstjóra er háttur - en ég er gamall farmaður á heimshöfunum- að upplagi - yngri áranna. En nú er ég hættur svona ferðum . :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2016 22:44 #4 by Orsi
það er alger toppur að hafa róðrarstjórakerfið og það hefur sýnt ágæti sitt árhundruðum saman. Nærtækt er að minna á mikilvægi formanna á árabátum, sem höfðu hið rómaða alræðisvald.

Og hvernig hefði til dæmis farið ef ekki hefði verið einn aðili með alræðisvald á Gautaborginni seytján hundruð og átján úti fyrir Þorlákshöfn? Óvíst er að þá hefðu bjargast 178 manns. Annars má bæta við söguna af þeirri tilteknu björgun, að þegar mannskapurinn var kominn í land, þá var honum komið fyrir á bæjum víðsvegar á Suðurlandi, og til að létta undir með þeim sem tóku þá að sér, var matvælum úr herskipinu dreift á bæina, en þessi matvæli höfðu verið tekin úr skipinu áður en það lét úr höfn í Hafnarfirði og reyndist það nokkuð happadrjúgt eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Núnú, nokkrum vikum eða mánuðum síðar, er skipbrotsmennm voru orðnir hressir, komust þeir aftur í skip sem flutti þá til síns heima - en eftir skildu þeir víst fjöldann allan af ófæddum börnum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2016 22:10 #5 by Sævar H.
Já, Jói
Það er auðvelt að endurlifa þessa kayakferð okkar um Jökulfirðina nú 15 árum síðar – mikill klassi yfir.
Í dag er ekki hægt að fara svona ferð með Kaykaklúbbnum- með sömu upplifun- langt í frá.
Í okkar ferð var 14 ræðarahópur að ferðast saman og þó flest okkar þekktust lítið fyrir ferðina þá var liðið samt hrært saman strax á Ísafirði og síðan alla ferðina- allir í einum samheldnum hóp . Samráð var mjög mikið og sameiginlegar ákvarðanir teknar. Það kom strax í ljós þegar við ákváðum að bíða af okkur rokið og ölduna undir Lás í um 2 klst og leggja upp þegar leiði var ásættanlegt fyrir alla. Og svona ferðina út og á tjaldstöðum. Við vorum að ferðast um stórbrotna náttúru en ekki í einhverju kayaktrippi fyrir kayakinn.

Nú er þetta allt neglt niður í einn róðrarstjóra sem er alræðisvald . Hann tilnefnir síðan sjálfur sína undirmenn og skipar þeim í bak og fyrir. Haldin er messa fyrir brottför og svo lagt af stað. Enginn óinnvígður má róa bátslengd fram fyrir undimanninn að framan og fjarlægð frá hlið er mjög illa séð fari hún yfir 5-6 bátsbreiddir- þá er kallað eða flautað „Ínn í röðina“ Ekkert samráð er haft við óvígða – þeim er bara sagt.
Og Innvígðir hafa farið til Angelsy og róið þar í straumöldu- það þykir toppur kayakviskunnar.
Þá er fremur tilhneiging til að halda áfram þó veður og sjór sé orðið rysjótt – Þeir innvígðu kunna vel félagabjörgun og toglínu drætti
Ég fór fáeinar svona ferðir en gafst upp – mér fannst þetta svo leiðinlegt .
En auðvitað er ég illa upp alinn í kayakstússi – finnst bara gaman að ferðast um stórbrotið svæði – ferðarinnar og landshátta vegna

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2016 20:45 #6 by Jói Kojak
Hugsa oft um þessa ferð Sævar og hver veit nema maður eigi eftir að endurtaka leikinn einhvern tíma.

Tek undir varðandi sameiginleg ráð. Ég man ekki betur en að allt hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Fínasta samsetning af fólki. Nú hef ég ekki reynslu af því að vera með róðrastjóra og tilheyrandi og er hreinlega ekki viss um að ég kynni við það. Er búinn að sulla svo lengi og finnst fínt að ráða mér sjálfur.
The following user(s) said Thank You: Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2016 17:11 - 24 feb 2016 17:57 #7 by Sævar H.
Athygli er vakin á að þessi Jökulfjarðarferð var farin í frumbernsku sjókayakróðra og löngu fyrir daga "hins mikla skipulags kayakróðra " með róðarstjórum og allskonar fyrirmennum í bak og fyrir . Ég er langt frá sannfærður um ágæti þessrar 4 daga ferðar um Jökulfirðina - ef við hefðum verið bundin í þau ströngu bönd.
Ég verð bara að segja það.
Ég hef reynslu af hvoru tveggja. Kayakfólkið hefur alveg nákvæma lýsingu á hvernig við hegðuðum okkur - alls "óskóluð í fræðunum"
Dagsferðin okkar i Hvalfjörðin að Þyrilsey er alveg saman-burðarhæf . Í Jökulfjörðum var sameiginlegt ráð allra sem réð för og allir vissu um allt - en ekki bara sumir.

Set hérna inn á eftir -Langasjó ferðina- sem farin var að undirlagi hans Páls Reynissonar og alveg af sama reglugerðarleysinu..... Alveg sambærileg af gæðum og Jökulfirðinir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2016 16:25 #8 by Páll R
Örlygur! Þetta fellur svo sannarlega undir það að skipta um umræðuefni. Rokið er frá Hornströndum og Jökulfjörðum suður til Þorlákshafnar með tilheyrandi svaðilfarasögum.

En aftur að Jökulfjörðum. Gummi spyr hvort einhver vilji taka svona ferð upp á sína arma. Það væri alla vel þegið ef einhverjir væru til í að skipuleggja og undirbúa slíkt. Ég veit að ég er alla vega mjög tilbúinn að taka þátt í slíkri ferð með eða án pönnukökuáts.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2016 18:03 #9 by Orsi
skárra er það nú pönnukökuátið á mannskapnum. Pönnukökur í annaðhvurt mál, eða því sem næst.

Frábær saga Sævar. Rétt er að Rangalaskarðið er ekkert lamb að leika við og líklega mest krefjandi fjallaskarð Hornstranda. Ég hef ekki skaufast þar yfir sjálfur en veit þetta af annarra frásögnum þannig að það kemur ekki á óvart að þú tilgreinir það sem vettfang svaðilfara.

Yfir í annað; á um helgina hlýddi ég á erindi um strand herskipsins Gautaborgar árð seytjánhundruð og átján úti fyrir okkar indæla stað Þorlákshöfn þar sem tíðkast hafa leikar vorir (hvenær förum við næst annars?) og voru þetta merkilegir atburðir enda björguðust 178 manns en nokkrir fórust. Þetta mun vera stærsta björgun Íslandssögunnar og í aðdraganda björgunar, gat skipstjórinn haft samskipti við björgunarfólk í landi með því að henda út tunnu með skilaboðum um hitt og þetta, sem auðveldaði skipulagningu við björgun. Stórmerkilegur atburður í sögunni sem við kayakfólk eigum nú að þekkja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2016 17:29 - 22 feb 2016 23:24 #10 by Sævar H.
Hér er ferðasagan af þessari frægu Jökulfjarðarferð Kayakaklúbbsins í máli og myndum

Smellið á þennan þráð- þar er ferðasagan -öll
saevarh.blog.is/blog/saevarh/entry/1199118/

Með því að smella á myndrnar sem eru með textanum þá er hægt að stækkar þær til muna

Njótið heil og fyllist löngun til Jökulfjarðanna á sumri komanda :)
The following user(s) said Thank You: Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2016 17:07 #11 by Gummi
Mér finst þetta svo skemmtilegur póstur með skemmtilegum áskorunum að það verður að halda honum við.
Er einhver að spá í að taka svona ferð að sér

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2016 16:26 #12 by Páll R
Aðeins að koma þessum pælingum í umferð á ný!
Það heitir að vera "praktískur" en ekki "að vera með leiðindi" að benda á kosti þess að fara klúbbferð í Jökulfirði frekar en um Hornstrandir. Vissulega var skemmtilegt að róa um Hornstrandir með KAJ-fólki og sér enginn eftir því, en ég styð heilshugar að Kayakklúbburinn reyni að koma á koppinn sumarferð í Jökulfirði. Það eru jú ein 15 ár síðan það var gert.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2016 00:15 - 24 jan 2016 13:32 #13 by Sævar H.
Ein besta kayaklangferð sem ég hef farið -af mörgum góðum -var ferð Kayakklúbbsins í Jökulfirði dagana 24-27 júlí 2001 . Þessi ferð varði í 4 róðrardaga og farið frá Hesteyri eftir siglingu með bát frá Ísafirði.
Töluverður strekkingur var kominn við för frá Hesteyri yfir að Kvíum í Lónafirði þar sem bækistöðvar til tveggja nátta voru .
Við urðum að bíða nokkurn tíma undir Lás til að fá gott leiði við að þvera Veiðileysufjörð- en allt gekk vel. Síðan var róið, næsta dag, inn Lónafjörð og inn í Rangala og á Kvíar aftur. Og á þriðja degi var róið í Hrafnfjörð að leiði Fjalla-Eyvindar og það heimsótt ,sem er innarlega í firðinum við Hrafnfjarðareyri .
Og að lokum var róið að Flæðareyri og gist þar
Allan þennan tíma var veður gott og sjólítið.
Og lokadagurinn var frá Flæðareyri með Höfðaströndinni og inná Grunnuvík .
Nú var kominn verulegur strengur af NA og stóð aftan til á hlið út Jökulfirðina og sjór verulegur .
Allt gekk þetta vel hjá okkur og var endað í kaffi og kökum á sumarveitingastaðnum á Sútarabúðum í Grunnuvík.
Og svo kom báturinn frá Ísafirði og sótti okkur. Til Ísafjarðar komum við um kl 20:30 á fjórða degi.
Þetta var sem betur fer fyrir tíma róðrarstjóra - bak og fyrir manna- og afar frjálst og einstaklega ánægjuleg kayakferð.. :P
Engin óhöpp urðu - bara botnlaus hamingja.. :)
Milli 75-80 km. róðrarleið.
Við vorum 14 í ferðinni þar af nokkrar konur og enginn vanur svona ferðum- þó nokkrir straumvatnsmenn væru með í för.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jan 2016 10:41 #14 by halldob
Þetta er mikið rétt hjá Gumma. Það eru meiri líkindi á að aðstæður séu skaplegar í Jökulfjörðum. Auk þess sem fleiri útgöngumöguleikar eru þar en fyrir opnu hafi á Hornströndum.
En það sem mestu máli skiptir er að þar er einnig stórbrotin náttúra og magnað róðrarsvæði.
Þannig að ferð um Jökulfirði er ekki verri hugmynd en ferð um Hornstrandir.
kv.
Halldór Bj.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jan 2016 19:15 #15 by Gummi
Mig langar samt að benda á (án þess að ætla að vera með leiðindi) að það er töluvert lengra síðan farin var klúbbferð í Jökulfirði, sem er aðeins minna extreme fyrir þá sem styttra eru komnir í róðrargetu.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum