Góðar kanóleiðir á Íslandi?

08 mar 2016 20:50 - 08 mar 2016 20:50 #1 by Gíslihf
Takk fyrir þessi innlegg.
Þjórsáin er örugglega lengsta vatnaleið sem unnt er að finna á landinu, en ekki fyrir hvern sem er og ekki víða gaman aða tjalda á bakkanum, fremur hrjóstrugt a.m.k. á hálendinu. Hún er áskorun fyrir suma, það er engin spurning.

Fyndið að kalla Gullfoss "flúðir", en svo er það Selfoss eins og við vitum.

Lagarfljótið hlýtur að bjóða upp á möguleika fyrir ferðaþjónustuaðila, t.d. róður frá Egilsstöum með bændagistingu á leiðinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2016 20:14 #2 by Gummi
Það fer alveg eftir því í hvaða gráðu af ám þeir eru tilbúnir að róa í hvert skal benda þeim að fara.
Bæði Hvítá frá Bláfelli og Þjórsá frá Búrfelli ætti að ganga ef þeir eru tilbúnir að bera bát og búnað fram hjá verstu flúðunum. Versta flúðin í Hvítá væri þá Gullfoss og í Þjórsá væri það Urriðafoss.
Svo er Lagarfljót alveg prýðisstaður en þar þyrfti að bera fram hjá Lagarfossvirkjun en síðan ætti leiðin að vera nokkuð greið til sjávar.
Ég mundi persónulega mæla með Lagarfljóti frá Fljótsdal niður til sjáver því spölurinn sem þarf að bera niður fyrir Lagarfossvirkjun er stuttur. Þeir gætu í leiðini uppeftir skoðað Grímsá frá Grímsárvirkjun en það er smá brölt ofna í gljúfrið en alveg gríðarlega fallegt þegar niður er komið og alls ekki straumhart, en vatnið er það tært að maður verður næstum lofthræddur.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2016 15:38 #3 by bjarni1804
Það var líklega 2013, sem ég sendi þér svarhugmynd við fyrirspurn þinni um slíkt sem þetta og finnst hún enn góð: Þjórsá - Kvíslaveita - Illugaver - Sauðafellslón - Þórisvatn um 60 km. Svo Þjórsá frá Búrfelli til sjávar aðrir 60 km. Það fer eftir árstíð hve mikið er í skurðunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2016 14:17 - 08 mar 2016 20:29 #4 by Gíslihf
Bandarískur ræðari sem hefur ferðast talsvert á kanó spurði mig hvar gott væri að róa á kanó á Íslandi.
Mér vafðist tunga um tönn en reyndi að finna stöðuvötn með árfarvegi til sjávar.
Það þarf samt að skoða vel hvað er af flúðum, fossum og grýttum grynnningum og mér dettur helst í hug að reyndir straumræðarar hafi skoðað landið þannig. Kanófólk vill rólegar ár en ekki jafn villtar og straumræðarar.
Hann skrifar:
I would like you to think of a 3-6 day canoe trip on a lake system that has plenty of options for a canoe camping trip. If you have a river that we could do in 3 -6 days that would also be something we would enjoy.
Ekki er víst að það verði úr þessu en gaman væri að fá góðar ábendingar hér og hugmyndir.
Það er ljóst að sumir ferðamenn frá norðurríkjum USA og frá Kanada eru vanir kanóróðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum