Æfing nr. 2 við Gróttu - þrd. 14.3. kl. 17

16 mar 2017 16:31 - 16 mar 2017 16:40 #1 by Gíslihf
Við erum nú búin með tvo æfingatíma, sbr. uppdráttinn:
  1. Svæði 2 og 3. Lending í grýttri vík í öldu (3) og öldubrun þ.e. surf á stuttum brotöldum (2) þar sem velja mátti miserfiðar staðsetningar
  2. Svæði 1 og 5. Fara út og taka ölduna inn til lendingar við tvenns konar skilyrði. Fyrst þar sem þurfti að fara rétta 'innsiglingarleið' með smá stuðningi (5) og síðan í lendingar í langri sandfjöru (1) þar sem hver gat haft sína hentisemi og gert tilraunir og mistök án áhættu.
Næst langar mig svo að vera með - áratækni æfingar úti í öldu, en ekki þó þar sem þær eru að brotna - þar á eftir bjarganir og toglínur - síðan veltur og sjálfsbjörgun - og loks aftur surf, allt í ölduhæð nálægt 1 m.
Veður og aðstæður geta breytt okkar plönum og einnig hvernig hópnum gengur. Eitt ssem hægt er að gera ef vindur er sterkur úr austri er að róa frá Geldinganesi út að Gróttu og þar inn. Þá er það ferð í vaxandi öldu, undan vindi en getur verið sjólaust skjólmegin við Gróttu.


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2017 16:03 #2 by bernhard
vídeo-ið frá Gunna lýsir þessu vel. Tók nokkrar góða sundspretti sem ég vona að Eymi hafi náð á Gopro :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 23:09 #3 by Gíslihf
Nei ekki á morgun, það er of þétt og fleira að gerast eins og næturróðurinn í kvöld.

Ég ætla að fylgjast með spánni fyrir helgina og læt heyra frá mér um hvað er á dagskrá.


Kv. Gísli H. F.
The following user(s) said Thank You: gunnarsvanberg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 20:11 #4 by gunnarsvanberg
Þetta var rosalega gaman, takk fyrir mig Gísli & co!!
Takk fyrir flottar myndir Jónas!!

Remount er þegar ræðari er kominn í sjóinn og þarf að koma sér aftur í bátinn.
Hér er ágætt myndband sem sýnir remount:


Surfski ræðarar gærdagsins voru:
Helga, Kjartan, Benni og Gunnar.

Verður æfing á morgun?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 15:49 #5 by Gíslihf
Takk Jónas fyrir einstakar myndir. Þessi staður er í návígi fyrir myndatöku miðað t.d. við aðstæður við Þorlákshöfn.
Myndaröðin af Guðna Páli í öldubruni er líka góð til að skoða hvernig best er að taka ölduna og stjórna kayak þar.

En Bernharð, hvað er remount?
Getur þú svo sett hér nöfnin á sufskíðaræðurunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 14:13 #6 by bernhard
Frábær dagur í gær, fullkomnar aðstæður til að æfa remount á surfski. takk fyrir mig :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 13:23 #7 by Þormar
Frábærar æfingar, myndir og leiðbeinendur. Takk fyrir mig :woohoo:

kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 10:01 #8 by Guðni Páll
Frábært syrpa hjá Jónasi. Aðstæður í gær voru mjög góðar á kafla en þær voru fljótar að breytast.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 09:16 #9 by Orsi
Ja hver andskoti. Þegar maður hélt að kayakmyndir gætu ekki orðið betri..
Þessi syrpa er bara ótrúleg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 00:32 #10 by Jónas G.
Hæ, hérna eru myndir frá æfingunni.

Kv. Jónas
The following user(s) said Thank You: gunnarsvanberg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2017 22:32 - 15 mar 2017 13:33 #11 by Gíslihf
Aðstæður nú voru þannig að velja þurfti staði í skjóli, sem ekki voru of erfiðir, því að aldan brotnaði af krafti á grynningum og á Gróttu 2-3 m há. Fyrst fór hópurinn út og einn og einn inn aftur norðan við bílastæðið og var það nokkur hending hver komst inn án þess að lenda á surfi eða í broti. Markmiðið var að lenda í lítilli sandfjöru en annars brotnaði aldan upp í stórgrýti.
Síðan var farið í fjöruna vestan vð bílastæði, í Seltjörn og æft að lenda og fara aftur út og til þess þurfti nokkra lagni. Bátarnir voru margir þaktir þara og flestir fóru með eitthvað af sandi heim :huh: Við vorum blautir og þreyttir á eftir - en er það ekki það sem við viljum :) Reyndar kom í ljós að a.m.k. tveir gallar láku en annar þeirra var nokkuð lengi í sjónum.

Það sem við vildum læra var hvernig á að komast út í öldu sem brotnar við strönd og aftur í land, hvað gerum við ef við veltum á leiðinni. Svo var sett fram til umhugsunar hvernig greina má upp í þætti það sem veldur því að við náum ekki færni eða ráðum ekki við aðstæður. Þetta eru tæknilegar, taktískar, líkamsfærni eða sálrænar ástæður, misjafnt hjá hverjum og einum og gefur tilefni til að vinna sig áfram. Eðlilega tengist þetta meira og minna, t.d. ef ég er hræddur við að velta verður það sálræn hindrun.

Skemmtilegur dagur fyrir mig. Þeir sem voru með eru Indriði, Óli Hans, Sveinn M, Viktor og Þormar og vanari ræðarar Hörður, Þorbergur og Páll R og svo við leiðbeinendur Gísli-Guðni-Örlygur. Eymi var á svæðinu en reri lengra út og 4 surfskíðaræðarar voru einnig að æfa. Alls 11 + 5 = 16 bátar við Gróttu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2017 19:15 - 14 mar 2017 19:27 #12 by Ingi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2017 13:06 #13 by Gíslihf
Það verður spennandi að takast á við þessar aðstæður í dag. Vindur gengur eitthvað niður en verður þó 6-8 m/s og hitastig eins og nú.

Það verður því kalt og ég minni okkur á að vera hlýtt klædd - og hafa góða flík til að fara í á eftir um leið og komið er úr gallanum.

Eitt það mikilvægasta í ferðum er að komast í land - og við vonumst til að geta æft það í dag kl 17-18:30.

Kveðja, Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2017 10:20 #14 by Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2017 10:10 - 14 mar 2017 10:11 #15 by Orsi
Mæti. Með pláss fyrir aukabát ef e-n vantar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum