Hjálp við flutning á bátum 23 kl 20

23 maí 2018 21:45 #1 by Össur I
Slatti af höndum sem mætti. Gleymdi að telja en við vorum örugglega 15 sem gera 30 hendur, eða ca hendi á bát.
Bátar færðir til og Unnur og Helga báru fúavörn í rekkverkið við pallinn.
Vel gert og takk fyrir kvöldið.
PS. ef menn finna ekki bátana er mappa inn í kaffigám með lista þar sem má finna í hvaða gám og hvaða plássi báturinn er skráður.

kv Húsnæðisnefnd, sem reyndar var frekar slök mæting úr :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2018 19:38 #2 by Sveinn Muller

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2018 19:31 #3 by Þormar
Við feðgar ætlum að mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2018 18:32 - 22 maí 2018 18:33 #4 by Össur I
VIÐ stefnum á að færa til báta á morgun miðvikudag þann 23 kl 20
Öllum frjálst að mæta en þetta er ca. 30 bátar sem við erum að færa til.
Þeim fleiri hendur þeim mun minna mál.
Hendum kannski málingu á þakið sem var eftir og e-ð smávægilegt ef tími.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2018 14:51 - 23 maí 2018 12:38 #5 by Össur I
Þar höfum við það, reyni að finna annan tíma.
Hefði verið gott að tengja þetta félagsróðri, reynslan segir að það er oft erfitt að fá hjálparhendur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2018 14:31 - 22 maí 2018 14:31 #6 by Gíslihf
Sæll.

Það er fyrirhugaður fundur á þessum tíma fid. 24. með Dr Steve Banks hjá SÍL/ÍSI kl. 17-18 Íþróttamiðstöðinni Laugaradal og fundarboð hafa fengið þeir sem eru í fræðslunefnd Kayakklúbbsins ásamt þeim sem hafa aðstoðað við 3ja stjörnu æfingar frá því s.l. haust.

Umræðuefnið er innlend þjálfun og viðurkenningar sem yrður sambærilegar við BC kerfið og það sem nágrannaþjóðir okkar eru með. Ef fleiri hafa áhuga ætti að vera pláss hjá Jóni Pétri. Að þessum fundi standa fræðslunefnd Kayakklúbbsins, Siglingasambandið og Kajakskólinn

Fundarmenn ættu að geta verið komnir í félagsróður kl. 18:30 en það væri betra ef finna mætti annan tíma fyrir flutning kajaka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2018 12:24 - 23 maí 2018 12:38 #7 by Össur I
Sælir
Fyrir félagsróður á fimmtudaginn ætlum við að færa til báta í gámunum á Geldingarnesi.
Því er óskað eftir að menn mæti klukkan 17:45 í stað 18:30 og hjálpi til við þetta.

kv Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum