Fossvogssund 28. júní - aðstoð

30 jún 2018 21:21 #1 by Larus
Glerharðir sundkappar 35 talsins syntu yfir i Kópavog og til baka til ylstrandarinnar, talsverður vindur - alda og kaldur sjór gerðu sundið erfitt, við vorum þrjú frá klúbbnum til aðstoðar, Lilja var við móttöku sundmanna i landi og við Gísli á sjó ásamt nokkrum sit om top ræðurum frá siglingaklúbbnum og slöngubát ásamt litlu skipi.
Sundið gekk nokkuð vel þrátt fyrir efiðar aðstæður, eins og alltaf full þörf á að hafa okkur með.
Nokkra sundmenn þurfti að aðstoða, kalla til stærri báta til að kippa upp köldum sundköppum.
Eins og ávalt skemmtilegt og þakklátt starf.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2018 17:11 #2 by Gíslihf
Gekk þetta vel?
Það blés hressilega við Geldinganes í félagsróðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2018 15:34 #3 by gsk
Sjósundið verður haldið á morgun samkvæmt lýsingu neðar.

kv.,
Gísli K

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2018 09:25 #4 by Olilja
ég var búin að lofa sjósundsfélögum mínum að ég myndi koma í gæslu þannig að ég mæti, vona að ég geti verið af gagni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2018 08:42 #5 by Larus
ég mæti i þetta

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2018 16:30 - 27 jún 2018 15:33 #6 by gsk
Við óskum eftir nokkrum sjálfboðaliðum til að aðstoða sundfólk í Fossvogssundinu sem haldið verður 28. júní kl. 17:00.
Það verða þrír gúmmbátar til taks.
Norska veðurspáin spáir 12 stiga hita, 1,7mm rigningu og vindhraði 6 m/s.
Gert er ráð fyrir 60 – 90 manns miðað við mætinguna í fyrra.
Vinsamlegast hafið samband við Gísla Karlsson í s: 660 7068 ef þið viljið aðstoða eða skráið hér á korkinn.

Mæting 16:30 í Nauthólsvík og gert klárt.

f.h. Sjósundsfélagsins Sjór
Undirbúningsnefnd Fossvogssunds

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum