Klúbbróður ld. 3. nóv.

03 nóv 2018 16:34 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Klúbbróður ld. 3. nóv.
Sammála Gísla að það var ekkert vit í að sjósetja í morgun, en spjallið var alveg bráðnauðsynlegt og mætti alveg koma þeirri venju á að mæta þó að veðurútlitið sé ekki það besta. Fínt að heyra hvað menn eru að spá í osfrv.
kv

Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2018 13:31 - 03 nóv 2018 13:43 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Klúbbróður ld. 3. nóv.
Já Andri kom með kajak á toppnum og hefði örugglega ráðið við að fara á flot. Hörður og Ingi komu líka en þetta varð bara notalegt spjall yfir smá kaffisopa. Það kom okkur á óvart hve hviðurnar voru hvassar því að veður var víða skárra, en í vissum áttum er vindur meiri á róðrasvæði okkar og reyndar einnig úti á Faxaflóa og við Helguvík eins og fréttir um skipsstrand bera með sér. Í þessari NNA átt sem kemur yfir Esjuna og slær ´fjallabylgjum' niður á sundin og getur þá verið stillt eitt andartak og særok það næsta.
Í vindi um og yfir 20 m/s geta sterkir ræðarar andæft og jafnvel komist smáspotta móti vindi, að snúa er erfitt ef vindur er hviðóttur en að lensa er mikið fjör. Hins vegar er erfitt að höndla kajak á landi og við sjósetningu eða lendingu, um leið og honum er sleppt getur hann fokið til og oltið undan vindi og lendi ræðari í veltu er afar erfitt með björgun og lífsspursmál að missa bátinn ekki frá sér. Hér gildir reglan 'mikil áskorun með litum afleiðingum' það er í lagi að fara á flot ef sá sem veltur berst fljótt upp að fjöru þar sem hann kemst örugglega í land.

Þetta var síðasta sinn sem ég tek að mér að vera róðrastjóri þó það sé skemmtilegt verkefni og ég í þokkalegu formi, ástæðan er kalt mat þar sem ég verð 75 ára eftir nokkra daga og róðrastjóri getur lent í því að vera með marga óvana og ábyrgur fyrir öryggi þeirra. Kennsla og námskeið Kajakskólans verð í lagi áfram fyrir mig sem kennara, enda er þá alltaf verið rétt við landi og í aðstæðum sem henta byrjendum, eða með lengra komnum sem ráða vel við björgun. Ef starfsemin dafnar má svo öruggleg fá yngri félaga til liðs síðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2018 08:59 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Klúbbróður ld. 3. nóv.
Þetta er spennandi. Mæti!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2018 08:27 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Klúbbróður ld. 3. nóv.
Vindmælir kl. 8 sýnir 21 m/s, (hviður 21 - 28 ) þannig að ekki eru líkur á að við komumst flot og varhugavert að fara með kajak á bíl.

Ég mæti með minn búnað en skoða málið svo nánar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 nóv 2018 20:33 - 01 nóv 2018 21:18 #5 by Gíslihf
Ég er settur róðrastjóri
Mæting 9:30 fjara vindur 10-20 m/s stendur af Esju hitastig um frostmark. Þetta eru erfiðar aðstæður og mæli ég með að óvanir verði bara í kaffispjalli og kíki út af og til !
Vanir ræðarar gætu spreytt sig rétt við Eiðsgrandann en ég stefni ekki á róður nema smáspotta upp í vind í mesta lagi. Sérstaklega býð ég velkomnar rjúpnaskyttur sem komast ekki á heiðar í þessu óveðri :ohmy:

Það kemur skemmtileg minning upp í hugann um svipaðar aðstæður fyrir 6 árum eða fyrr, þegar við rerum nokkrir norður með Eiðinu að Geldinganesi með erfiðismunum móti norðan hvassri átt. Þá var hærra í ef ég man rétt. Guðni Páll var eitthvað að ögra sjálfum sér eða hugsanlega prófa okkur hina, því að skammt frá skipsflakinu velti hann sér óvænt á hvolf, kom upp á sundi og reyndi án árangurs að elta kayakinn sem barst hratt undan vindinum. Við leystum vandann og minnir mig að Eymi hafi átt drjúgan þátt í því. Hvatti ég Guðna Pál til að skrifa frásögn á Korkinn sem hann gerði og hlutum við nokkrar ávítur fyrir glannaskap, frá félögum sem ekki höfðu verið með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum