Reglur Samgöngustofu

21 des 2018 12:47 - 21 des 2018 12:55 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Reglur Samgöngustofu
Þegar ég flutti minn fiskibát inn sl vor ,frá Úkrainu - þá þurfti ég að senda Samgöngustofu allar upplýsingar og CE vottun
Það gilda ákveðnar reglur um svoleiðis.
Báturinn er:



í C flokki sæfara sem m.a segir að hann þoli allt að 2 ja metra ölduhæð og 16 m/sek vind
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 des 2018 21:50 - 20 des 2018 21:56 #2 by Gíslihf
Við kajakfólk sleppum við flóknar reglur sem gilda um gerð og notkun skemmtibáta en um þá gildir rg. nr. 130/2016.
Þessu fylgja margar reglur um búnað, leyfi og eftirlit. Sum sæför eru þó undanskilin eins og segir í 2. mgr. 2. gr. tilskipunar 2013/53/ESB:
  • kanóar og kajakar, sem eru hannaðir þannig að þeir eru eingöngu knúnir áfram af mannafli, gondólar og hjólabátar,
  • brimbretti - og fleir sæför
Það er þá eins gott að vera ekki með segl á kajak ef eftirlitsmenn eru nálægt og ég sé ekki að standbretti séu undanþegin en þau eru svo nýkomin að ESB veit líklega ekki um þau :) Skútueigendur sleppa ekki undan reglum Samgöngustofu og spurning hvort þeir þurfa pungapróf frekar en að kunna að sigla.

Niðurstaðan er að við þurfum sjálf að setja okkar eigin reglur og bera ábyrgð á því að gæta öryggis og sýna góða "kajakmennsku".

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum