Hrímuð samdrykkja

26 mar 2019 09:37 #1 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Hrímuð samdrykkja
Sammála ykkur, er ferlega spennt fyrir þessum viðburði. :laugh:
Getum aðstoðað og gert íslenska auglýsingu til að trekkja að fleiri lókal ræðara. Hlakka til!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2019 08:48 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Hrímuð samdrykkja
Virkilega spennandi!

Kv
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2019 18:25 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Hrímuð samdrykkja
Þó textinn er á ensku, þá er þessi hittingur fyrir alla, okkur og aðra.

Endilega takið frá þessa helgi. Eins og segir í textanum ,þá verða nánari upplýsingar gefnar síðar

kv
SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2019 16:39 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hrímuð samdrykkja
mér líst bara betur á þetta þegar ég veit hvað það þýðir. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2019 16:15 - 24 mar 2019 16:19 #5 by Gíslihf
Hrímuð samdrykkja was created by Gíslihf
Það er gott framtak af Magga félaga okkar að stofna til róðraþings í Stykkishólmi. Þessi viðburður er þó varla fyrir landann, því að fréttatilkynningin er alfarið á ensku. Einhverjir félaga okkar hafa ensku að móðurmáli og er lofsvert að taka tillit til þeirra en hvað um þýsku-, frösku-, pólskumælandi eða aðra, fínt væri að hafa textann einnig á þeirra tungu.

Geta má þess að 'Symposium' merkir samdrykkja sbr. vel þekkt rit eftir Plató og einu gildir hvaða tungu þeir tala sem eru orðnir vel drukknir.

Einnig er í lagi að benda á að forskeytið 'Arctic' er nokkuð yfirlætislegt og ofnotað af ferðaþjónustunni. Ísland liggur allt sunnan við norðurheimskautsbaug og liggur að mestu í tempraða loftslagsbeltinu en ekki kuldabelti heimskautsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum