4* BCU próf

23 maí 2019 19:16 #1 by Klara
Replied by Klara on topic 4* BCU próf
það vantar ekki áhuga að fara í 4* þjálfun/próf en hvort að daglegt amstur leyfi það er annað mál.  
En ef skipulagið er gott þá gæti vel verið að þetta myndi ganga upp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2019 17:15 #2 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic 4* BCU próf
Takk fyrir svarið Gísli.
Miðað við forkröfur þá væru tvö til þrjú ár raunhæfari tímarammi. Nú eða lengja félagsróðra :-D
Þið hin sem hafið lokið ykkar prófi megið endilega deila með okkur sögur af ykkar þjálfun, vonandi kveikir það áhuga hjá fleirum en mér.
Að fara í þriggja stjörnu þjálfun hvatti mann áfram til að æfa tækni og veltur síðasta vor. Snilld.
Ef fleiri eru eins og ég, þurfa að hafa markmið til að leggja sig fram í æfingum, þá er þetta kjörið verkefni.
Markmiðið "að verða öflugri/betri" er ekki nógu sértækt fyrir mig! haha.. 
Kv skrýtna skrúfan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2019 14:19 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 4* BCU próf
Ég hef gagn og gaman af því að aðstoða við slíka þjálfun en Kajakskólinn mun ekki annast próf eða útvegun prófdómara.

Hins vegar hitti ég Magga Sigurjóns um daginn og hann sagðist vera kominn með réttindi prófdómara fyrir 4*, sem hjá BC heitir 'Sea Leader'.
Hvort þetta er bara ISKGA gráða eða BC réttur til að halda próf (provider) veit ég ekki, sjálfsagt að fá það á hreint.

Gott er að hafa góðan fyrirvara með reynslu en í skjali BC ' Sea Kayak Leader Syllabus '   eru eftirfarandi kröfur um reynslu þegar mætt er í próf:

 - provide documented evidence of 24 sea trips (minimum 4 hours duration). During at least 5 of these trips the candidate must assume an assistant leader role. The extensive range of sea kayak journeys should include a variety of coastlines, sea states, sea areas, periods of limited visibility and darkness, tidal waters up to 3 knots, wind up to and including Beaufort Force 5, crossings not exceeding 2 nautical miles, and camping from a kayak

Venjulegir félagsróðrar eru því off stuttir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2019 10:36 #4 by Unnur Eir
4* BCU próf was created by Unnur Eir
Sælir félagar

Eru einhverjir sem hafa áhuga á að hefja 4* þjálfun?
Mig langar til að kanna hvernig hægt væri að haga æfingum og síðan taka próf að ári liðnu (væntanlega?) þá í Wales eða annars staðar 
Nú ef margir eru áhugasamir hvort Kayakklubburinn og/eða Kayakskólinn séu áhugasamir að flytja inn prófdómara líkt og fyrir 3* prófið á síðasta ári.

Hver er ykkar skoðun?

kv Unnur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum