Siðmenning kajakræðara

25 jún 2019 21:45 - 25 jún 2019 21:46 #1 by Gíslihf
Ég heyrði nýlega sagt frá mannfræðingi, sem sýndi nemendum bein úr fæti manns frá forsögulegum tíma. Þetta bein hafði brotnað og gróið aftur saman. Það sem þetta sýndi honum var sönn siðmenning, þar sem fólk studdi þann slasaða, en lét hann ekki liggja eftir og bíða dauða síns, lét ekki aðeins þann sterka og heppna lifa af.

Hugur minn barst til okkar kajakræðara. Við förum saman á sjóinn og gagnkvæm björgun er hluti af róðramenningu okkar – það er ekkert sérstakt að bjarga eða aðstoða félaga sinn á sjó, það er eðlilegur hluti af ferðinni. Við þetta myndast góð tengsl, vinsamleg og hlýleg, óháð því hvort viðkomandi eru vinir eða tengdir á annan máta. Þeir eru og vilja vera “góðir félagar”.

Reynt hef ég gagnstæðar tilfinningar á sjókajak. Þá var ég látinn vera einn í sjónum í vandræðum, aðrir ræðarar, sem ég kalla ekki góða félaga, horfðu á og biðu eftir að ég gæfist upp og lýsti mig sigraðan, eða klóraði mig út úr aðstæðum. Þetta er andstyggileg reynsla, líkleg skyld höfnun eða einelti sem sumir hafa kynnst en mér kom helst í hug staða skylmingaþræla í ríki Rómverja, sem lutu í lægra haldi og keisarinn benti niður með þumlinum og sá fallni fékk sverðið í brjóstið og beið bana og skríllinn fagnaði.

Ég er að tala um þolraunir í prófum á sjó og "keisarinn" var prófdómarinn.
 
Við viljum siðmenningu samhjálpar og félagsskap góðra félaga en ekki andhverfu þess.
 
Með góðri kveðju kajakfélaga.
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum