Þurrgallar og heit sturta

16 júl 2019 00:37 #1 by bjarni1804
Ég lækkaði í dag stillinguna á hitakútnum úr 90°C í 20°C.  Svo er það spurning hvort það sé yfirleitt nokkur þörf á að hita vatn fyrir sturtuna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2019 22:50 #2 by Þorbergur
Já það er kalt vatn hitað með rafmagni í hitatúpu. Það er trúlega hægt að lækka ósk hitastig í hitatúpunni. Skal athuga það næst þegar ég á leið þar um .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2019 23:10 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Þurrgallar og heit sturta
Er það rétt skilið að við erum aðeins með kalt vatn í gámum okkar og það er hitað upp með rafmagni? Ef svo er þá er brennisteinn ekki vandamál. Hitastigið er þó oft of heitt og nú fá allir þurrgalla á námskeiðum hjá mér og sumum finnst gott að hafa vatnið heitt og ég er oft of seinn banna það. Þetta getur valdið miklu tjóni og betra væri að hitastigið gæti ekki verið yfir 30°C í sturtunum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2019 22:00 #4 by Gummi_J
Replied by Gummi_J on topic Þurrgallar og heit sturta
Ég hef slæma reynslu af hitaveituvatni þeas vatni úr hverum eins og er notað í flestum hitaveitu á Íslandi. Goretex efnið virðist ganga í einhver neikvæð sambönd við vatnið og losna upp. Ég nota eingöngu kalt vatn til að þrífa mín útivistarfatnað með þessum "tex" efnum. Það ætti þó að vera óhætt að hita kalt gvendarbrunnavatn og nota það volgt til þrifa.

Kv. Gummi J

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2019 16:45 #5 by bjarni1804
Það er rétt hjá Þorbergi að heita vatnið í Grafarvogi er upphitað ferskt vatn.  Þó er blætt inn á lögnina frá Nesjavöllum, örlitlu jarðhitagasi til að hindra ryðmyndun í lögnum, en í því er svo lítið brennisteinsvetni að það skiptir alls engu máli.  Í þvottaleiðbeiningum Kokatat segir að nota skuli kalt vatn, milda sápu og skola vel.  Svo ef það er tilfellið að goretexið losni frekar á göllum okkar en annarra þá kann það að vera af því að við bruðlum meira með heita vatnið en flestir aðrir.  Alla vega er rétt að venja sig á að skola gallana í köldu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2019 15:48 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Þurrgallar og heit sturta
Gott væri að skoða leiðbeiningar frá mismunandi frameiðendum, en ég bar þetta undir Tomma sem gerir við galla hjá GG og hann tók undir það að heitt vatn væri skaðlegt. Hve heitt eða kalt veit ég ekki, en 30°C ætti að vera góð viðmiðun. Það finnst manni ekki heitt ef þreifað er með olnboga, kaldar hendur um vetur segja manni þó að það sé heitt, þannig að hitamæling líkamans er nokkuð afstæð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2019 13:12 #7 by Þorbergur
Hafði heyrt að brennisteinn sem er í venjulegu hitaveitu vatni hafi skaðleg áhrif á gallana. Hjá okkur er upphitað kalt vatn í sturtunni, þ.e. án brennisteins. Er ekki yfirleitt gefið upp hitastig á þvotti gallana sé 30 gráður. Ætti þá ekki að vera í lagi að fara í sturtuna ef hitinn er temmilegur?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2019 12:09 #8 by Gíslihf
Ég hef átt nokkra þurrgalla þessi 15 ár í kajaksportinu og slit þeirra hefur verið eðlilegt vegna núnings og álags. Alltaf hef ég gætt þess að skola þá vel eftir róður nema þegar ég var í rórðinum langa. Þá var samt stundum hægt að leggjast í tæran læk með fersku vatni til að skola saltið burt.

Þægilegt er að hafa hlýja sturtuna í aðstöðu okkar þegar komið ef af sjó, þegar kalt er úti. Það er samt ekki gott fyrir efnið og límingar í þurrgöllum að fara undir heita bunu. Mér hefur þótt furðulegt hve margir félagar hafa lent í því að lögin í göllum þeirra losnuðu sundur og þessi er líklega skýringin.

Þurrgalli og heitt vatn eiga ekki samleið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum