Hvítárvatn

25 júl 2019 10:12 #1 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Hvítárvatn
Því miður hefur spáin versnað og lítur út fyrir hávaðarok á laugardag og úrkomu á sunnudag.

ferðanefnd ætlar því að setja þessa ferð á ís með von um að annað tækifæri gefist til að heimsækja þessa náttúruperlu.

við hvetjum sem flesta að fylgjast með næstu ferðum  Kayakklúbbsins (og veðurspánni) 

sjáumst á sjó!

ferðanefnd Kayakklúbbsins 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2019 14:05 #2 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Hvítárvatn
Spáin er ekki okkur í hag, endanleg ákvörðun verður tekin í hádeginu á morgun. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2019 21:43 #3 by gunnarsvanberg
Replied by gunnarsvanberg on topic Hvítárvatn
Stefni á að mæta ásamt Tómasi Tómassyni vini mínum. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2019 14:18 - 23 júl 2019 14:32 #4 by SPerla
Hvítárvatn was created by SPerla
Næstkomandi laugardag, þann 27/7 er komið að Hvítárferðinni (Sunnudagur, 28/7 til vara) Sjósett verður við Á-hús, sem er við Girðingarvík (svoheitir víkin skv. Örnefnasjá LMÍ). Keyrt Kjalveg (vegur 35) og yfir Hvítárbrúna (norðan Bláfells), þegar komið er yfir Hvítá er keyrt ca 2km þegar beygt er til vinstri og þeim vegi fylgt ca 5m áður en beygt er aftur til vinstri á slóða sem liggur að Girðingarvík. Þetta er hreinn og klár náttúruróður og verður róðri því hagað eftir því. Athugið að það getur andað köldu frá jöklinum þannig að betra er að hafa skjólgóðar flíkur með í för og áralúffur eru algjört skilyrði!.
Athugið að síðasti slóðinn er ekki fólksbílafær þannig að hugsanlega þarf að selflytja síðasta spölinn sem eru ca 2km.  
Þessi ferð er algjörlega háð veðri og vindum enda í návígi við jökul og spáin getur því breyst mjög snögglega.  

Melding fer fram hér á korkinum. Telji einhverjir sig þurfa selflutning má skella því með, eins ef aukapláss er fyrir rass og bát. Í þeim töluðu orðum óskar annar fararstjórinn
eftir fari fyrir einn rass og rauðan Romany.

Unnur og Perla

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum