Haustnámskeið - ný fyrirmynd

10 ágú 2019 20:06 - 10 ágú 2019 20:08 #1 by Gíslihf
Námskeið haustsins byrja 13.8. Kennslan verður að fyrirmynd Dana (kano-kajak.org), en þeir vinna með mörgum löndum Evrópu um sameiginlegar kröfur. Framkvæmdin er alfarið innlend í hverju landi og oftast hluti af kerfi hvers lands fyrir íþróttir, þjálfun, keppnir, nemendaklúbba, mat og skráningu vottorða. Með sameiginlegum stöðlum um færni og gagnkvæmu mati er tryggt að kröfur og geta séu jöfn.

Breska BC (BCU) kerfið er gott og þeir eru góðir á heimavelli fallastrauma en miðstýring frá UK, gjöld til þeirra og ólíkar kröfur þeirra sem halda námskeið og próf eru staðreyndir sem ég hef kynnst.

Ég hitti ritara EPP samstarfsins í Bröndby (Karsten Licht) s.l. þriðjudag og fræddist um kerfi þeirra. Hann taldi marga fleti mögulega á samstarfi ef ISI og kajaksamfélagið vill og var mér tekið vel af öðru starfsfólki Dana á þessu sviði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum