Haustnámskeið 2019 - lokið

11 sep 2019 17:47 - 11 sep 2019 17:49 #1 by Gíslihf
Þá er lokið námskeiðum haustsins hjá Kajakskólanum. Aðsóknin í vor var góð eins og 2018 en heldur minni nú í haust. Síðasta námskeiðið var nú um helgina með 3 þátttakendum.

Þróunin hefur verið sú að allir eru nú í þurrbúningum, með eigin vaðskó ef þeir eru til og sumir hafa húfur og vettlinga. Sumir sem koma á byrjendanámskeið eru kviðnir að lenda í sjónum en koma samt á námskeið og þá er þeim hjálpað að komast yfir kvíðann og gengur það oftast vel. Valley Gemini SP kajakarnir hafa reynst afar vel og get ég helst líkt þeim við Romany kajakana sem margir klúbbfélagar eiga. Alltaf koma einhverjir á námskeið sem eru vel vaxnir um mittið eða læri og komast ekki með góðu móti ofan í vinsæla kajaka, þess vegna er nauðsynlegt að vera einnig með víðari báta. SOT kajakar henta vel fyrir þá sem eru stærri um mittið og það er hugsanlega ástæðan fyrir því að margir koma á námskeið þó þeir séu í þyngri kantinum. Við þurfum að mæta þörfum þessa hóps eins og annarra.

Þrátt fyrir að kominn sé vetur í dagskránni, er lítið mál að setja upp námskeið ef tveir eða fleiri sammælast um það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2019 20:06 - 10 ágú 2019 20:08 #2 by Gíslihf
Námskeið haustsins byrja 13.8. Kennslan verður að fyrirmynd Dana (kano-kajak.org), en þeir vinna með mörgum löndum Evrópu um sameiginlegar kröfur. Framkvæmdin er alfarið innlend í hverju landi og oftast hluti af kerfi hvers lands fyrir íþróttir, þjálfun, keppnir, nemendaklúbba, mat og skráningu vottorða. Með sameiginlegum stöðlum um færni og gagnkvæmu mati er tryggt að kröfur og geta séu jöfn.

Breska BC (BCU) kerfið er gott og þeir eru góðir á heimavelli fallastrauma en miðstýring frá UK, gjöld til þeirra og ólíkar kröfur þeirra sem halda námskeið og próf eru staðreyndir sem ég hef kynnst.

Ég hitti ritara EPP samstarfsins í Bröndby (Karsten Licht) s.l. þriðjudag og fræddist um kerfi þeirra. Hann taldi marga fleti mögulega á samstarfi ef ISI og kajaksamfélagið vill og var mér tekið vel af öðru starfsfólki Dana á þessu sviði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum