Félagsróður 29. ágúst 2019

30 ágú 2019 08:38 #1 by Helga
Ég man ekki eftir svona fámennum sumarróðri enda sjálfsagt margir ræðarar í Stykkishólmi eða á leið þangað á Symposium. Við voru fjögur sem rérum, Ólafía, Jón Gunnar, Rúnar að vestan og Helga. Yndislegur róður, við fórum undir Gullinbrú og að kirkjunni og fengum smá straum á móti okkur þegar við fórum undir brúna. Fallegt veður og gott í sjóinn en smá rigning í lok ferðar sem var bara hressandi. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2019 13:13 #2 by Klara
Undirrituð er skráð róðrarstjóri á morgun, fimmtudaginn 29. ágúst.
Því miður kemst ég ekki vegna vinnu en treysti á að einhver góður ræðari leysi mig af.
Fín veðurspá og um að gera að nýta tækifærið og taka æfingar í allskonar sulli og vitleysu :-)
Góða skemmtun.

Klara. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum