Klúbbbátar og aðrir bátar

16 okt 2019 08:33 #1 by bjarni1804
Já, báturinn er á rekkanum fyrir innan dyrnar.  Þegar fyrri gámadyrnar eru opnaðar blasir við plastaður miði, hvar lýst er hvaða bátar eru hvar í rekkunum, gerð þeirra og litur sem og eigandi.  Ef skráður eigandi er Jóna Jóns, þá er það augljóslega ekki klúbbbátur.  Það verður forvitnilegt að sjá hvað stjórnin segir um aðstöðumálin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2019 11:08 #2 by Unnur Eir
Sæll Bjarni
leitt að heyra af  notkun á kayaknum í óleyfi
Er hann á rekkanum fyrir innan? 
Það á að vera ljóst að þeir bátar eru í einkaeign.

Hins vegar er þetta þörf ábending um að merkja þarf klubbbátana betur og auka utanumhald. 
Stjórn tekur þetta til umræðu í dag á stjórnarfundi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2019 00:49 #3 by sveinnelmar
Það væri kannski snjallt að hafa skrá yfir hvaða báta klúbburinn á og hvar þeir eru og hengja jafnvel upp á áberandi stað í klúbbhúsinu.
Ég hef ekki hugmynd um hvaða báta klúbburinn á fyrir utan þá sem eru í gámnum á bakvið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2019 19:24 #4 by bjarni1804
Var að frétta nú áðan að Sea Roverinn minn hefði verið á sjó, án mín.  Gott hjá honum og tek ég sneiðina til mín.  Hitt er lakara, að ræðarinn taldi sig mega nota alla báta í gámi 3.  Svo er ekki, því þótt klúbbbátarnir séu tæknilega í þeim gámi, þá á það bara við um austurenda þessa gáms, en bátarnir í rekkunum á bak við vesturdyrnar eru í einkaeign eins og í öllum gámunum þar við hliðina.  Þetta er ekki gott og snertir líka það sem SAS segir í pósti hér að neðan varðandi umgengni við eignir klúbbsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum