Fyrsta ekki-tæknikeppnin haldin 8. desember!

08 nóv 2019 09:06 - 08 nóv 2019 10:07 #1 by Ingi
Keppnisnefndin minnir á tímamótaviðburð Kayakklúbbsins sem er Ekki-Tæknikeppnin sem fer fram þann 8. Desember á sundlaugartíma:

https://kayakklubburinn.is/index.php/dagskra/sundlaugaraefing


Nokkrar léttar þrautir verða í boði og ættu allir að geta ráðið við þær með léttum leik.

Við í keppnisnefnd vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta þar sem þrautirnar eru léttar æfingar sem allir ræðarar ættu að kunna og nýtast í alvöru róðrum.

Eins og td þetta: https://www.youtube.com/watch?v=v-riOC8poAs
og þetta: 
https://www.youtube.com/watch?v=2L_8ctRoMcM
og þetta  https://www.youtube.com/watch?v=0NbWDhmREgo  

og þeir sem hafa séð Guðna Pál og Lárus standa upp í lok félagsróðra vita hvernig á að gera það. 

Kveðja,
Keppnisnefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2019 14:38 #2 by Helga
Gott er að nota tækifærið í dag og næstu sunnudaga og æfa sig fyrir ekki-tæknikeppnina sem verður eftir rúman mánuð. Ekki verður um eiginlega keppni að ræða heldur fá allir sem geta klárað æfingarnar medalíu. Hvorki verður um tímatöku né mikinn keppnisanda að ræða heldur stefnum við á skemmtilega stund þar sem við öll æfum okkur í mikilvægri tækni og komum saman og höfum gaman. Eitthvað gotterí verður á staðnum svo það stefnir í ljúfa aðventustund hjá klúbbnum þann 8. desember í Laugardagslauginni.

Þeim sem langar ekki að leika listir sínar geta mætt á áhorfendabekki eða slakað á í pottinum á meðan hinir leika sér.

Til að fá medalíu þarftu að:

1. Taka veltu til beggja hliða.
2. Róa til hliðar að bakkanum með frjálsri aðferð og svo aftur tilbaka.
3. Standa upp í bátnum og róa tvo metra áfram standandi.
4. Fara úr bátnum,sleppa honum alveg og koma þér svo upp í hann aftur sjálfur.
5. Scull.


Góða skemmtun í æfingunum og við hlökkum til að sjá árangurinn á aðventustundinni okkar 8. des. :)


Keppnisnefndin (Ingi, María, Heiður, Tobbi og Helga).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum