talstöðvarsamskipti

11 mar 2020 15:28 - 11 mar 2020 15:41 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic talstöðvarsamskipti
Hér er linkur á fína grein um atvik sem hefði allt eins getað skeð hér við land: 

www.surfski.info/latest-news/story/1716/...PLxQQMhAYRiqv2uCAQqQ






Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2020 18:10 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic talstöðvarsamskipti
Já það eru góðar fréttir. Við megum alveg reikna með því að þurfa einhverntíman að nota þessi tól. Fínt að þjálfa róðrarstjórana í því.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2020 17:10 #3 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic talstöðvarsamskipti
Frábært 😊
Takk fyrir þetta.

Ferðanefnd ákvað að halda fræðslukvöld um fjarskipti og hefur klúbbmeðlimur ákveðið að taka að sér stutta kennslu. Hann er fyrrverandi starfsmaður Landhelgisgæslunnar og meðlimur Slysavarnarfélagsins Landsbjörg í áratugi (eða tvo) 

miðvikudaginn 20.maí 
Þeir sem vilja vera með honum eða koma einhverju á framfæri geta haft samband við hann 
isbjorninn@simnet.is

fullt af öflugum aðilum sem vita böns um fjarskipti og VHF hér í klúbbnum :-) 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2020 13:41 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic talstöðvarsamskipti
Verður einhver áhersla lögð á talstöðvarsamskipti hjá nýju stjórninni?

Ég læt fylgja hér nokkrar leiðbeiningar um talstöðvar  sem fylgja með nýjum talstöðvum:

Hvernig á að senda út neyðarkall á rás 16

1. Mayday mayday mayday ( þetta er alþjóðlegt neyðarkall)
2. Þetta er kayakklúbburinn Reykjavík róðrarstjóri sem kallar
3. (við höfum ekki fengið úthlutað kallmerki kannski ætti að athuga það) Við erum 8 manna hópur sjókayaka
4. Staður 7 km sunnan við Látrabjarg ( ef hægt er að kalla upp lengd og breidd væri það ekki verra)
5. Einn ræðara kvartar undan verkjum sem leiða út til vinstri handleggs er orðin fölur og máttlaus.
6. Veðrið hefur versnað töluvert síðustu klukkustund. 

Svona þarf að tilkynna neyð og ræðarar sem eru staddir erlendis þurfa að geta sagt þetta á að minnstakosti ensku og fleiri málum jafnvel ef sú kunnátta er fyrir hendi. 

Getum svo sem æft þetta í félagsróðrum og fengið róðrarstjórana til að ná góðum tökum á þessu.

Athugið að þeir sem eru með talstöðvar þurfa líka alltaf að fylgjast með á rás 16 og er sérstök stilling á stöðvunum sem vaktar þá rás og amk eina í viðbót.


Kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2020 19:13 #5 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic talstöðvarsamskipti
Það er margt í kortunum þegar lîður á vorið.
Stay tuned ;-) 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2020 11:28 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic talstöðvarsamskipti
Þar sem að við höfum tvær stöðvar og einhverjir hafa sína eigin stöð finnst mér ágætt að byrja á því að nota þetta í fjölmennari félagsróðrum. Það gæti farið fram þannig að tveir róðarstjórar sem færu í sitthvora áttina frá eiðinu og settu á svið atvik þar sem að annar þarf að fá aðstoð hins eftir að hafa róið í ca 15-20 mínútur. Það gæti verið brotin ár, hjá einum eða gat á kayak eða heilsufarsvandamál. Þeir yrðu svo að klóra sig í gegnum vandann og nota stöðvarnar. Það er að mínu mati besta leiðin. Svo þegar við þurfum að hafa björgunarsveitir til taks eins og í lengri keppnum væri tilvalið að nota fjarskipti við þá til að venjast þessu. 
Hér er t.d. linkur á einn söluaðila sem selur alvöru handstöðvar:  www.faj.is/vara/icom-ic-m35
Það eru fleiri sem ég kann ekki að nefna í augnanblikinu en ef menn hafa góða reynslu af sínum handstöðvum mættu þeir láta vita hér.
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2020 14:29 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic talstöðvarsamskipti
Væri athugandi að reyna við Kjöl á Kjalarnesi til að halda nett námskeið. Alltaf verið gott samband milli klúbbsins og Kjalar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2020 10:36 #8 by Barasta
Replied by Barasta on topic talstöðvarsamskipti
það væri frábært að vera með fræðslukvöld :-)
Einnig hvar kaupir góðar stöðvar ?
kv
Stefán Alreð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 jan 2020 18:36 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic talstöðvarsamskipti
Takk - góð kennsla, en allt þarf þetta æfingu sem ekki fæst í venjulegum róðrum. Við gætum hist á 'fræðslukvöldi' og farið í þetta með æfingum  með stöðvarnar okkar og klúbbsins.  

Ekki væri svo verra að vera með fulltrúa frá Gæslunni eða einhvern sem væri með allt á hreinu, sem hugsanlega er öðruvisi hér á landi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2020 11:34 - 29 jan 2020 11:37 #10 by Ingi
talstöðvarsamskipti was created by Ingi
Hér er linkur á talstöðvarsamskipti á milli kayakræðara og björgunarþyrlu.: paddling.com/learn/vhf-radio-overview-fo...Zioq5oC6VbrkuoQMqPcU
Klúbburinn á talstöðvar og eitthvað hafa menn verið að nota þær. Ég held að það væri ágætis hugmynd að æfa talstöðvarsamskipti næst þegar við fáum þyrlu til að æfa með okkur og eins þegar við fáum björgunarsveitir í aðstoð við keppnir til dæmis. 
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum