Félagsróður 8.2.2020

08 feb 2020 15:28 #1 by Guðni Páll
Ljómandi fínn róður í morgun. Veður mun betra en spá sagði til um og voru það 6 ræðarar sem voru mættir í morgun. Róið var Geldinganes með krækju í Fjósakletta. Flottur vetrar róður með hagléli inná milli. Hörður fór þó aðra leið sem mér er ekki kunnug.

þeir sem réru. 
Hörður 
Rad
Veiga
Svenni
Ágúst Ingi
Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2020 13:21 - 07 feb 2020 13:22 #2 by Guðni Páll
Góðan daginn

Félagsróður er settur á morgun eins og venjulega. Ég er settur róðrarstjóri hinsvegar þá er veðurspá ekkert sérstök fyrir morgundaginn.
Róðrarleið verður ákveðin á staðnum með tilliti til mætingu. Róður verður í samræmi við veður og aðstæður.

kv Guðni Páll
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum