Róðrarleiðir

13 mar 2020 11:49 #1 by Gunni
Replied by Gunni on topic Róðrarleiðir
Eitthvað er til og meira að segja á þessu vefsæði sem klúbburinn heldur úti. 
Það er innbyggð tregða hjá ??? / flestum að segja frá,  láta frá sér,  minnimáttartilheiging og/eða kannski ábyrgðarhluti að vera hlédrægur og halda fast í upplýsingar og sögur sem eiga erindi við fjöldann.  Mér finnst sem sagt vanta meira. 

En hér er eitthvað :
- Kort straumkayak fólks
- Kort sjókayak fólks
- Ferðasögur klúbbins
- GPS ferlar 

Gísli HF gaf út bók ( Á sjókeip um landið ) sem má líka minna á og kort um lendingarstaði í þeirri ferð.  

Ýmislegt til en spurning hvort þetta ætti að vera á öðru formi. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2020 11:07 #2 by Ingi
Róðrarleiðir was created by Ingi
Við höfum nú í nokkur ár róið vítt og breytt við strönd landsins. Er ekki komin það mikil reynsla hjá Klúbbnum að hægt sé með nokkuð góðu móti að skrá helstu leiðir og hafa þær tiltækar fyrir þá sem helst nota.

Ef það er gert með skipulögðum hætti og búnar til lýsingar gæti það komið sér vel.

Hvaða skoðun hafa félagar á þessu?
Kv
Ágúst  Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum