Félagsróðrar með breyttu sniði vegna Covid-19

06 ágú 2020 09:48 #1 by Guðni Páll
Kæru félagsmenn


Vegna takmarkana og 2 metra reglan er aftur orðin skylda þá hefur stjórnin ákveðið að loka búningsaðtöðuni í félagsróðrum.


Róðrar á þessu tímabili eru eingöngu fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða sambærilegri þjálfun.
Félagabjarganir eru undir stjórn róðrastjóra og framkvæmdar með 2 metra reglu í huga.
Notkun búningsaðstöðu verður óheimil í félagsróðrum.
Lánsbátar og árar í boði.
Hvatt verður til að tveggja metra reglan verði virt.
Hámarks bátafjöldi á palli er 10 bátar.
Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
Róðrarstjóri mun sjá til þess að opna lyklaskáp og koma lyklum út á bekk.
Róðrarstjóri skipar aðstoðarmenn í hverjum róðri sem munu aðstoða við framkvæmd.


kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2020 20:50 #2 by Klara
Góðar fréttir og skynsamleg útfærsla.  Hlakka til að komast í félagsróður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2020 20:46 #3 by Guðni Páll
Kæru félagsmenn

Gleðilegt sumar nú er komið að því að félagsróðrar munu hefjast á ný fimmtudaginn 7.maí. Það er þó háð ákveðnum takmörkunum.
Þetta fyrirkomulag verður endurskoðar þegar að frekari aflétting samkomubanns er skýr.
Það er von okkar allra að allir sýni þessu skilning og aðstoði okkur að viðhalda þessu eins og best verður á kosið.


• Róðrar á þessu tímabili eru eingöngu fyrir vana og þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða sambærilegri þjálfun.

• Félagabjarganir eru undir stjórn róðrastjóra og framkvæmdar með 2 metra reglu í huga.

• Notkun búningsaðstöðu verður óheimil í félagsróðrum.

• Lánsbátar og árar í boði.

• Annar lánsbúnaður verður því miður ekki í boði
(Vesti,jakkar,buxur húfur og hanskar)

• Hvatt verður til að tveggja metra nándarreglan verði virt.

• Hámarks bátafjöldi á palli er 10 bátar.

• Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.

• Róðrarstjóri mun sjá til þess að opna lyklaskáp og koma lyklum út á bekk.

• Róðrarstjóri skipar aðstoðarmenn í hverjum róðri sem munu aðstoða við framkvæmd.


Róðrarkveðjur Stjórnin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum