Sjóíþróttir óheimilar á Seltjörn við Gróttu á varp- og uppeldistíma fugla frá 1.

02 maí 2020 21:49 - 02 maí 2020 21:51 #1 by indridi
Eftir að hafa spólað mig gegnum FB-spjallþráð um þetta bann, virðist sem það sé fyrst og fremst sett til höfuðs kite-surf fólki, sem hefur mikið stundað sitt sport kringum Gróttu.

En bannið er víðækt, og bannar allar "sjóíþróttir".

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2020 21:18 #2 by indridi
Á vafri mínu um netið í dag rakst ég á auglýsingu frá Seltjarnarnesbæ. Í henni segir  m.a.

Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 29. apríl 2020 samþykkt tillögu umhverfisnefndar þess efnis að óheimilt verði að stunda sjóíþróttir á Seltjörn við Gróttu frá 1. maí - 1. ágúst ár hvert til að skapa nauðsynlegt næði á varp- og uppeldistíma fugla. Svæðið nær frá Ljóskastarahúsi í Suðurnesi að Gróttu



Þetta virðist banna kayakróður um Seltjörn fram í ágúst.

Mér finnst þetta áhugavert innlegg í umræðu sem hefur verið að gerjast undanfarið, m.a. með ferðabanni um nágrenni Akureyjar, þar sem klúbburinn náði með harðræði að undanskilja kayakræðara, og svo fyrirhuguðum samsvarandi aðgerðum í Lundey.

Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum