Félagsróður 7.maí - mæting 18:30

08 maí 2020 15:18 #1 by Guðni Páll
Flott mæting í gær, 13 ræðar réru í Leirvog á háflóði. 12.km hringur í frábæru vor veðri.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2020 15:52 - 06 maí 2020 16:36 #2 by Guðni Páll
Hæhæ

Núna er loksins komið að því að félagsróður hefjist eftir pásu vegna Covid-19. 

Félagsróður fimmtudaginn 7.5.2020

Veðurspá er frábær og stefnir í frábært vor kvöld. Stefnan er sett á Viðeyjarhring með kaffistoppi en það er þó háð samsettningu á þeim sem mæta.

Við reikna með að taki aðeins lengri tíma að koma okkur á flot og í land. Eins mun ég koma öllu lykklum af gámum útá pall í boxi sem verður með sápuvatni í.
Búningsaðstaða er lokuð og eins kaffi aðstaðan.

Hlakka til að sjá sem flesta á sjó, ef það er eitthvað þá er ykkur velkomið að heyra í mér.


Það er von okkar allra að allir sýni þessu skilning og aðstoði okkur að viðhalda þessu eins og best verður á kosið. 

  • Róðrar á þessu tímabili eru eingöngu fyrir vana og þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða sambærilegri þjálfun.
  • Félagabjarganir eru undir stjórn róðrastjóra og framkvæmdar með 2 metra reglu í huga.
  • Notkun búningsaðstöðu verður óheimil í félagsróðrum.
  • Lánsbátar og árar í boði.
  • Annar lánsbúnaður verður því miður ekki í boði (Vesti,jakkar,buxur húfur og hanskar)
  • Hvatt verður til að tveggja metra nándarreglan verði virt.
  • Hámarks bátafjöldi á palli er 10 bátar.
  • Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
  • Róðrarstjóri mun sjá til þess að opna lyklaskáp og koma lyklum út á bekk.
  • Róðrarstjóri skipar aðstoðarmenn í hverjum róðri sem munu aðstoða við framkvæmd.
kv Guðni Páll
s:6641264

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum