siglingakeppnir, 80 daga á leiðinni

28 jan 2021 21:34 - 28 jan 2021 21:35 #1 by Ingi
Jæa. Þeir eru að týnast inn keppendur Vendee globe. Sá sem vann kom í nótt kl 0320 en það voru tveir  á undan sem komu í gærkvöldi. Bestaven var samt útskurðaður sem sigurvegari þar sem hann tafðist við björgun félaga síns rétt austan við Góðravonarhöfða. Sá tími sem hann tafðist um var dreginn frá heildartíma. Einusinni kom svona atvik fyrir í Hvammsvíkurmaraþoni og þá urðu einhverjar spekúlasjónir um að taka tillit til þess atviks en það var ekkert gert í því ef ég man rétt. Hér er semsagt komið fordæmi ef einhver lendir í svona aðstæðum í framtíðinni. Skúturnar sem eru að koma fyrstar eru með skíði eða það sem kallað er foil þarf kannski að finna betra íslenskt orð fyrir þetta fyrirbæri en það hefur bætt meðalhraða keppenda um 2,5 kts ef ég hef skillið þetta rétt. Keppendur munu  koma inn í endamark á næstu dögum og vikum en það hefur tognað svolítið á hópnum. Í hinni keppninni er að byrja útsláttarkeppni og þar eru svaklegar sviptingar í gangi. Mikill hraði og skíði sem halda skútunum á lofti svo að hraðinn verður ógnvekjandi. 

Hvað kemur þetta  sjókayak við spyrja kannski einhverjir en því er til að svara að við erum ein fjölskylda sem stundum siglingar og gagnkvæmur skilningur og virðing er þessu sporti til miklils sóma.

Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2021 12:03 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic siglingakeppnir
Nú er staðan þannig að íslandsvinurinn Ratcliff sem á Ineos liðið er með pálmann í höndunum eftir að hafa unnið Prada keppnina sem er undankeppni America´s Cup. Það kom öllum á óvart. Hinir sem eru á leiðinni heim aftur til að ljúka hringferðinni um höttinn nálgast Asoreyjaklasann með Kanarý þvert á stjórnborða miðað við núverandi stefnu. 
Það er ágætt að halda sig inni í sófasiglingum á þessum árstíma.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 des 2020 11:30 #3 by Ingi
siglingakeppnir was created by Ingi
Fyrir þá sem hafa áhuga á siglingakeppnum fara tvær mjög stórar fram akkúrat núna: www.vendeeglobe.org/en/tracking-map sem er kappsigling sem hófst fyrir 42 dögum siðan og keppendur eru að fara yfir daglínuna í þessum skrfuðum orðum. Hægt að fylgjast með á ensku þó að þetta sé frönsk keppni.
Og svo Prada  America´s Cup sem fram fer á Nýja Sjálandi dagana 15 jan til 22 feb 2021. Forkeppni  er nýlokið.www.americascup.com/en/prada-cup

Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum