Hvammsvíkurmaraþon

10 sep 2007 21:01 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Góður punktur Tryggvi.
En ég er ekki viss um að fólk líti almennt á sjókayak sem keppnisíþrótt. Það sýnir t.d. þátttaka í keppnum í gegnum árin. Mér hefur alltaf fundist gaman að róa og vildi helst geta farið í allar ferðir sem eru á dagskrá klúbbsins. Það er þessi einstaka nálægð við náttúruna og svo auðvitað félagsskapurinn sem mér finnst mest um vert.
Þessar keppnir halda manni kannski svolítið á tánnum og helst vildi maður bæta sig frá ári til árs en það er eins og það er, veðrið og straumar spila stóra rullu í því ásamt dagsformi og bátsgerðum. Tilað fá fleiri til að taka þátt í þessari hátíð okkar sem Hvammsvíkurmaraþonið er orðið væri ekki hægt að keppa í
síðasta legg til dæmis fyrir þá sem einhverra hluta vegna treysta sér ekki alla leið. Það er nú bara svipað og við erum að róa um hverja helgi.
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 sep 2007 19:47 #2 by Tryggvi Tr.
Replied by Tryggvi Tr. on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Hér ætla ég ekki að bæta við skrif um keppnina, sem í alla staði tókst vel.
Hefðu bara mátt vera fleiri keppendur, brautin skemmtileg og kjöraðstæður á keppnisdag.
E.t.v finnst einhverjum ekki taka því að keppa við Halla, þvílíkir eru yfirburðirnir !

Ég vil þakka Steina fyrir myndir og skrá yfir keppnina frá upphafi.
Tímabætingin yfir línuna, búnaður, bátar og bátsverjar sýna svo ekki verður um villst að sportið er búið að slíta barnsskónum.

Nú er spurt. Hvernig fáum við fleiri með inn í raðirnar ? Yngri ræðara (etv. orðin of föst miðaldra karlaklíka), fleiri konur. Er betri aðstaða og meiri félagsbúnaður. það sem þarf til að festa íþróttina í sessi sem almenningsíþrótt, og þaðan ná meiri þroska yfir í alvöru keppnisíþrótt ?

k.kv. Tr.Tr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2007 22:17 #3 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Takk fyrir það mín kæra!. Og allir sem sem komu og tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði á einn eða annan hátt. Þetta var skemmtilegt að vanda, sérstaklega brunandi lensið á fyrsta leggnum, þar þurfti maður ekki að hafa mikið fyrir hlutunum, bara sjá til þess að stefnið sneri nokkurnveginn í rétta átt og vindurinn og öldurnar sáu um að sprauta manni áfram. Svo er alveg óhætt að taka undir hrósið fyrir þessa mögnuðu grillkjötsúpu sem beið manns þegar maður staulaðist hálf örmagna upp að gámunum á Geldinganesinu, hún var ekki lengi að koma manni upprétta stöðu og endurnýja orkubirgðirnar. Skemmtilegur endir á góðu kappróðrar sumri!:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2007 21:03 #4 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Glæsilegur árangur og Halli til hamingju með að hafa náð undir 4 tímana!!:whistle:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2007 00:11 #5 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Nú eru úrslit allra Maraþon komin á netið ásamt myndum. En þetta finnið þið á \&quot;Keppnir\&quot; - \&quot;Sjókayak\&quot; - \&quot;Maraþon\&quot;. Þar sem síðan er hlaðin myndu er hún þung í niðurhali, svo þið verðið að sýna þessu smá þolinmæði.<br><br>Post edited by: steini, at: 2007/09/04 20:17

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2007 22:05 #6 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Ég las augljóslega ekki innganginn að listanum þar sem fram kemur að þetta er listi yfir þá sem hafa lagt oftar en einu sinni af stað. Nú skil ég þetta allt saman ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2007 21:03 #7 by halldorbj
Replied by halldorbj on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Þetta var skemmtilegur róður þó ég hafi verið farinn að velta því alvarlega fyrir mér síðustu kílómetrana hvort ég kæmist alla leið. Ég verð hins vegar að gera athugasemd við að þar sem úrslitin eru skráð er ég sagður hafa keppt á rapier en það er ekki rétt. Ég var á mínum gamla explorer. Ég tek undir þakkar til Péturs og þeirra sem voru honum til aðstoðar og kjötsúpan var frábær.
með kv.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2007 20:48 #8 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Sigurjón er reyndar svo frægur að hafa tekið þátt, en ekki oftar en einu sinni og kems því ekki á blað hér að ofan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2007 17:49 #9 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Hvammsvíkurmaraþonið sveik ekki frekar en fyrri daginn. Ég held svei mér þá að það sé skemmtilegra (les: skárra) að róa út Hvalfjörðinn frekar en inn. Lensið í ár og í fyrra hefur heldur ekki spillt fyrir.

Eins og Ólafur gat um er Nordkappinn sérstaklega góður á lensinu og raunar svo góður að þegar lensið var sem mest á sunnudaginn, stuttu fyrir fyrsta topp, var ég alvöru farinn að velta fyrir mér hvort það væri hugsanlega séns að ná Ólafi. Þessir dagdraumar náðu algjöru hámerki þegar ég var um það bil að koma að fyrsta stopppi en þar sá ég mann á kayak fyrir utan eiðið sem reri bátnum sínum afturábak!!! Þarna sýndist mér morgunljóst að Ólafur væri búinn að tapa sér (eða einhverju af bátnum) og glæddust nú vonir mínar um silfrið til muna, um leið og ég harmaði að sjálfsögðu hvernig komið væri fyrir hinum mikla kappa. Tæplega hálfri sekúndu síðar sá ég að þetta var alls ekkert Ólafur heldur Magnús Sigurjónsson sem var mættur til að líta til með keppendum, en Ólafur beið rólegur í vari, albúinn til átaka þegar Pétur gæfi merki. Fljótlega eftir þetta minnkaði lensið og um leið dró í sundur með okkur Ólafi. Og í staðinn fyrir að gera mér (óraunhæfar) vonir um silfrið jukust nú áhyggjur mínar af því að Páll Reynisson, sá öflugi ræðari, myndi bruna framúr mér á síðustu kílómetrunu og ræna af mér bronsinu. Af þeim sökum reri ég af öllum lífs og sálarkröftum síðasta legginn og komst í mark á undan mínum skæðasta keppinauti. Bronsið er því mitt!! Og aldrei mun ég hlusta á neitt tal um að öfluga menn hafi vantað í maraþonið að þessu sinni - ég hefði lagt þá alla!

Ég þakka fyrir góða keppni, sérstaklega fyrir þátt þeirra Péturs, Sigurjóns og Steina-X og ekki síst öðlingsins sem eldaði kjötsúpuna.

Fínt að fá að sjá listann yfir maraþonin. Tvennt vekur athygli: Annars vegar að Pétur, Sigurjón og Þorsteinn-X hafa aldrei tekið þátt og hins vegar að Halldór Sveinbjörnsson þarf að vakna af værum blundi, ætli hann sér áfram að vera sá maður sem oftast hefur tekið þátt.

Einnig má bæta því að það vantarnafn Wendy Killoran á þennan lista.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2007 17:15 #10 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Rétt að nefna meistarana B)

1999 Sigurður Björnsson 4:44:21
2000 Halldór Sveinbjörnsson 4:32:30
2001 Sveinbjörn Kristjánsson 5:29:15
2002 Sveinbjörn Kristjánsson 4:42:54
2003 Sveinbjörn Kristjánsson 4:17:30
2004 Sveinbjörn Kristjánsson 4:10:46
2005 Halldór Sveinbjörnsson 4:16:06
2006 Haraldur Njálsson 4:02:00
2007 Haraldur Njálsson 3:51:10

2003 Fanney Pálsdóttir 5:53:03
2004 Fanney Pálsdóttir 4:59:50
2005 Elín Marta Eiríksdóttir 4:58:59

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2007 16:30 #11 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Þetta var fín keppni og skemmtilegur hópur sem hélt utanum hana. Takk fyrir að halda súpunni heitri svona lengi og Geir, Rúnar og hjálparsveitarfólk, þakka ykkur fyrir hjálpina á rúmsjó. (Geir hefur örugglega misst niður forskotið sem hann hafði á Rúnar þegar hann var að binda upp stýrið hjá mér.):(
Athyglisverðar upplýsingar sem koma fram hjá fyrrverandi formanni um fyrri keppnir.:)
Til hamingju með sigurinn Halli og flott að allir komust alla leið.
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2007 15:12 #12 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Nú hefur Hvammsvíkurmaraþon verið háð í níunda sinn og því tími kominn að rýna í þátttökutölur:

Árið 2007 var lélegasta þátttaka, en annað árið sem allir ljúka keppni.
Árið 2001 var besta þátttaka eða 21 keppandi, árið 2004 var þó fjölmennast en þá var einnig keppt í liðakeppni.
Heildar þátttaka er 71 og hafa als 51 lokið keppni.
Ef við skoðun þátttöku einstakra manna og kvenna, sem hafa reynt oftar en einu sinni, þá lítur það svona út:

Nafn........ Þátttaka / Klárað
Halldór Sveinbjörnsson 7 / 5 (þar af ein liðakeppni)
Guðmundur Breiðdal 6 / 4
Ágúst Ingi Sigurðsson 6 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Haraldur Njálsson 4 / 4
Rúnar Pálmason 4 / 4
Sveinbjörn Kristjánsson 4 / 4
Þröstur Þórisson 4 / 4
Axel Helgason 4 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Gunnar Sæmundsson 4 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Halldór Björnsson 4 / 3
Ásgeir Páll 3 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Baldur Pétursson 3 / 3
Elín Marta Eiríksdóttir 3 / 3
Páll Gestsson 3 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Páll Reynisson 3 / 3
Sævar Úlfarsson 3 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Örlygur Sigurjónsson 3 / 2
Fanney Pálsdóttir 2 / 2
Gunnar Tryggvason 2 / 2
Hörður Harðarson 2 / 2
Ólafur B Einarsson 2 / 2
Óttar Kjartansson 2 / 2
Sigurður P Hilmarsson 2 / 2
Örn Torfason 2 / 2 (þar af ein liðakeppni)
Veigur Grétarsson 2 / 1 (þar af ein liðakeppni)
Þórir Þrastarson 2 / 1 (þar af ein liðakeppni)

Ef menn haf einhverjar athugasemdir, þá fer það neðst í kærubunkann og miðað við verklag kærunefndar geta menn átt von á niðurstöðu í fyrstalagi árið 2016.<br><br>Post edited by: steini, at: 2007/09/04 12:00

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2007 12:18 #13 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Þetta var ansi skemmtileg keppni og ansi krefjandi. Lensið í Hvalfirði var erfitt og það kom mér ekki á óvart að lensmeistarinn Rúnar á Nordkappinum væri í rassgatinu á mér eftir fyrsta stopp. Á miðleggnum var lensið minna en þá tók á móti manni undiralda sem hafði slæm áhrif á magan(eða heiladingulinn). Halli hafði vit á því að taka annan legginn mun utar og náði því beinna lensi á öðrum legg. Eftir annað stopp var heilmikið öldurót yst á Kjalarnesinu og í framhaldinu smá hliðaralda með haföldu að aftan fram að Lundey. Það er hreint ótrúlegt hvað þessi kafli við Kjalarnesið getur verið mikill öldupyttur þrátt fyrir tiltölulega gott veður, ég hefði ekki fyrir mitt litla líf viljað vera þarna deginum áður. Eftir stendur ótrúlegur tími hjá Halla, vöntun á keppendum og þá sérstaklega í kvennaflokki(hvernig fór íslandsmótið hjá þeim annars) og góð kjötsúpa. Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2007 04:12 #14 by palli
Replied by palli on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Þetta er laukrétt Tryggvi og meinleg handvömm. Í gögnunum sem ég fékk í hendur hefur greinilega ekki verið búið að setja hinn virðulega 50+ flokk. Ég er búinn að bæta ykkur þremur við og held að annað hafi ekki verið í ólagi þarna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2007 02:33 #15 by Tryggvi Tr.
Replied by Tryggvi Tr. on topic Re:Hvammsvíkurmaraþon
Ég kem a.m.k. auga á margar villur í stigagjöf v. Reykjavíkurbikars.
Þarna vantar Silfurkarlana, þ.e.a.s. Hörð, Palla Reynis og undirritaðan.

Silfurrefur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum