Pælingar um keppni

14 sep 2007 03:28 #1 by palli
Replied by palli on topic Re:Pælingar um keppni
Þetta hafa verið ansi frísklegar aðstæður þarna í Danmörku. Hefði greinilega getað farið mikið verr.

Ég er algerlega sammála varðandi keppnirnar hérna heima. Eftir Hvammsvíkurmaraþonið var einmitt töluverð umræða um fámenni og litla nýliðun. Það ætti einmitt að vera rakið að fá sem flesta inn í styttri keppnirnar, allir geta tekið þar þátt. Miðað við hve margir róa reglulega í félagsróðrum og sífellt sjást ný andlit á sjónum þá ætti að vera hægt að fjölga. Ég held að tímasetningar, staðsetningar og fyrirkomulag á keppnunum sé í fínu lagi - það þarf bara að rífa upp almenna stemmningu og fá fleiri til að mæta sem koma með það hugarfar að róa bara á sínum hraða og hafa það meginmarkmið að klára sómasamlega. Ein aðferðin er að reyna að ná upp stemmningu hér á korkinum og einnig er um að gera að nudda reglulega í róðrarfélugunum að taka þátt - stundum mæta menn með hálfum huga, en ég man varla eftir nokkrum sem sá eftir því að hafa mætt þegar í mark var komið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2007 12:40 #2 by olafure
Pælingar um keppni was created by olafure
Árlega Tour de Gudenå keppnin í Danmörku var haldin núna um daginn. Um 900 þátttakendur frá öllum aldri voru mættir frá ýmsum löndum. Sagt er frá keppninni á blogginu hjá Peter Unold (unold.dk/paddling/php/wordpress/index.php?cat=1). Peter er mjög ósáttur við þá sem stýrðu keppninni en að hans mati hefði átt að fresta henni vegna veðurs. Vill hann meina að það sé mikið lán að ekki hafi orðið slys þar sem margir ræðarar réðu ekki við aðstæður. Þetta bendir okkur á hversu rétt ákvörðun það var hjá keppnisnefndinni að fresta marathoninu um daginn. Ég held að ef við viljum fá fleiri í keppnissportið, þá á að byrja á því að reyna að fjölga í auðveldari keppnunum. Mín skoðun er sú að ef við ætlum að fá yngri og fleiri keppendur í greinina, þá verðum við að fá aðstöðu eins og á Ísafirði á nokkrum stöðum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Klubbarnir verða sjálfir að bera ábyrgð á aðstöðunni, ekki ÍTR eða í samkurli við aðrar greinar. Yngri iðkendur verða að hafa eigin báta sem þeir bera ábyrgð á. Þetta með aldurinn og keppnir þá vil ég benda á að í mínu gamla sporti eru fjölmennustu keppnir sem haldnar eru í USA og evrópu öldungamót. Það er allt of algengur hugsunarháttur hér á fróni að eftir 20 ára aldurinn eigi fólk ekki að stunda neinar keppnir, aðeins að hreyfa sig lítillega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum