Félagsróður 29.11.2008

20 des 2008 22:11 #1 by andrjes
Replied by andrjes on topic Re:Dekktöskur
Ég er með ágætis dekktösku sem ekki er fyrirferðarmikil en rúmar þetta nauðsynlegasta. Það er auðvelt að komast í hana og hefur reynst vatnsheld (rúllulokun). Auðvelt að festa hana á dekkið en auk þess er hægt að hengja utan á hana eitthvað fleira smálegt. Var til í Sportbúðinni. Taskan heitir er frá Gaia Paddlesports gul á lit sjá hana og fleiri hér á þessum link:
www.rutabaga.com/subcategory.asp?scid=151
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 des 2008 18:01 #2 by valdiharðar
Replied by valdiharðar on topic Re:Dekktöskur
Hvað dekktöskur varðar þá á ég eina slíka sem hefur mjög oft komið sér vel. Eins og menn tala um þá nýtast þær betur í lengri ferðum en stuttum.

Það eina sem ég vil við málið bæta er að menn passi sig mjög vel á töskum sem eru EKKI alveg vatnsheldar. Þær geta verið falskt öryggi fyrir viðkvæma hluti eins og myndavélar og gps tæki. Ég hef séð margar tegundir af töskum sem eru með venjulegum rennilás og svo einhverjum flipa sem leggst yfir. Svoleiðis lokun er ekki 100% vatnsheld (alveg sama hvað sölumaðurinn segir).

Mín taska er með sama rennilás og þurrgallar og hefur marga fjöruna sopið án þess að blotna að innan. Held að framleiðandinn hafi kallað sig Headwaters en ég veit ekki hvort hann er ennþá til.

Valdi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 des 2008 14:26 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Dekktöskur
þetta getur verið þægilegt á lengri ferðum , nota sjálfur dekktösku í lengri túra en það þarf að vera auðvelt að forða henni undir svuntuna í brymlendingum og þessháttarim .
Hef sjálfur lent í sð dekktaska fór í strimla og allt fór úr henni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 des 2008 21:32 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Dekktöskur
Dekktaskan mín er yfirleitt ekki sett uppá dekk nema ég langförull leggi á hafið. Þá hef ég þar geymt ýmsilegt orkugóðgæti og drykkjarföng . Vettlinga , húfu og siglingatæki.Myndavél er þar ómissandi - en aldrei hefur mér dottið í hug sjúkradót. það hefur farið í lestina. En klárlega er sjúkrakassi nauðsynlegur ef stunduð er veltulist á litlu dýpi. Þar er ég litið listhneigður- aldrei oltið -hvorki með fyrirvara né fyrirvaralaust. Utan í fyrsta skipti sem ég settist í minn gamla kaykak þá velti ég í fjöruborðinu og báturinn fylltist- ég lét mér slíkt hættuspil að kenningu verða og velti ei meir...
Svona smá glaðningur í skammdeginu.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/12/17 13:41

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 des 2008 21:09 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Dekktöskur
Hef aðeins verið að spá í mismunandi gerðir af dekktöskum og skýt hér út pælingum til gamans. Ég lít helst ekki á dekktöskur sem auka lestarhólf til að koma meiri búnaði fyrir - heldur frekar hólf þar sem hægt er að hafa mikilvæga hluti aðgengilega frá mannopi. Mestu skiptir er að hafa sem mestan búnað ofan í bátnum og stór úttroðin dekktaska á framdekki gerir bátinn hálestaðan og minnkar jafnvægi, auk þess sem maður á til að reka hendurnar í binginn þegar maður er að róa.
En ef báturinn er lestarlítill og ferðin þeim mun andskoti lengri, gæti þetta verið eina lausnin.

Það sem hefur reynst langbesta útfærslan hjá mér er litil dekktaska með húfum í vatnsheldum poka ásamt vettlingum. Sjúkratösku líka.

Húfu hefur oft verið gott að gripa til þegar félagi er tekinn af sundi, ískaldur á hausnum. Eða að maður noti hana sjálfur eftir volk.

Andy Stamp kayakkall, segir að gott sé að hafa lítinn sjúkrakassa (Ouch-pouch) uppi við, helst í vestisvasa (og annan stærri ofan í lest)
Ég nenni ekki að þenja út björgunarvestið með sjúkradótii, en það er frábært að hafa einn slíkan í dekktösku til að geta gripið í.

Þannig að hjá mér:
Lítil dekktaska sem geymir létta hluti s.s. húfur og vettlinga og sjúkrakassa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2008 07:11 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Félagsróður 5.12.2008
Betra seint en aldrei.
9 manns fóru í róður í gær. Tekinn einn Viðeyjarhringur rangsælis. Veðrið var hvorki gott né vont, svona dæmigerð köld S og V gola og smáalda.
Þessir réru:

Þorsteinn
Rúnar
Eymundur
Sveinn Axel
Stefán Albert
Gummi B
Gunni
Hörður K
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2008 21:40 #7 by Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2008 05:54 #8 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Félagsróður 29.11.2008
Ertu búin að gefast upp á picasa? Það væri gaman að sjá þessar myndir á þess að þurfa að stofna aðgang inn á fésið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 nóv 2008 21:21 #9 by Ingi
Fínn róður en frekar kalt. nokkrar myndir sem voru teknar áður en myndavélin fraushttp://www.facebook.com/photo.php?id=1470833382&amp;pid=30116532#/album.php?aid=2008029&amp;id=1470833382 kveðja, Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum