Þyrlusveitin kallar

23 mar 2009 05:41 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Þyrlusveitin
Já, dágott framtak hjá Örlygi að redda kynningu

Við þetta má e.t.v. bæta að þyrluflugmennirnir vilja fá upplýsingar um vindátt, vindstyrk, hvort háspennulínur gætu flækst fyrir þeim og síðast en ekki síst vilja þeir fá upplýsingar um hitastig. Hitastigið er sérlega mikilvægt ef hiti er við eða undir frostmarki því þá er hætta á ísingu.

Í heimsókninni kom fram að líklega yrði minnsta þyrlan TF-RÁN send eftir okkur (þ.e. ykkur, ekki fer ég mikið á sjó þessa dagana), ekki bara vegna þess að það væri ódýrara heldur aðallega vegna þess að niðurstreymið frá stóru þyrlunum er miklu meira og mér skilst að það sé ferlega óþægilegt að vera í miðju niðurstreymi frá einni stórri - eða hvað segja þeir sem tóku þátt í björgunaræfingunni í Stykkó um árið?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2009 22:53 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Þyrlusveitin
Það var fínasta mæting í þessa áhugaverðu heimsókn eða um 20 manns. Um margt fróðlegt að kynnast þyrluþankagangi á víðum grunni.

Fyrir þá sem ekki voru þá eru hér nokkur atriði sem fram komu:


-Það auðveldar þyrlunni óhemjumikið ef kayakfólk er með strobeljós, skært blikkandi. Ljósin sjást margar mílur með nætursjónaukum. Hér með eru allir hvattir til að ná sér í svona ljós.

-Þegar við erum hífðir upp í þyrlu er best að klemma hendur upp að líkamanum til að öryggislykkjan haldist á sínum stað.

-Þeir sem eru með vhf stöðvar geta ýtt á sendihnappinn og haldið honum inni ef þyrla er að leita. Þetta gerir það að verkum að þyrla getur miðað fórnarlambið út. Að öðru leyti eru samskiptin á rás 16 og/eða síma 112.

-Viðbragðstími þyrlu frá útkalli og komin í loftið er í mesta lagi klst. Metið er 13 mínútur (þótt allir þyrlumennirnir hafi verið heima á bakvakt)

-Þyrlurnar eru þrjár, stærri vélarnar, Púmurnar taka 20 manns í sæti.

-Hífikrókarnir á þyrlunun bera 270 kg


Landhelgisgæslan er í miklum fjárkröggum. En gefur hvergi eftir í þjónustuhlutverki sínu - og innblásin af þeim eldmóði, þá ættum við kayakræðarar ekki að gefa neitt eftir í öryggismálum og rýna stöðugt í þessa hluti.


Eitt dæmi um frábæra hugsun í þessu var nú bara í dag þegar raðróðrarmennirnir tóku ákvörðun um að fara ekki á sjó í strembnu veðri. Það er líka kayakmennska að ákveða að fara ekki út.
Sjáumst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2009 19:44 #3 by ingim
Replied by ingim on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Ég mæti + 1

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2009 23:09 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Sælir félagar!
Það er að bresta á með þyrluheimsókn. Aðeins tveir dagar í atburðinn.

Sjáumst á föstudaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2009 20:58 #5 by torfih
Replied by torfih on topic Re:Þyrlusveitin kallar
mæti, verð jafnvel tveir

edit: kemst ekki, því miður.<br><br>Post edited by: torfih, at: 2009/03/17 09:33

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2009 20:15 #6 by agustj
Replied by agustj on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Ég mæti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2009 04:46 #7 by gsk
Replied by gsk on topic Re:Þyrlusveitin kallar
mœti.

kv.,
gísli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2009 07:35 #8 by palli
Replied by palli on topic Re:Þyrlusveitin kallar
og ég ... - ekki spurning. Frábært framtak.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2009 06:32 #9 by andrjes
Replied by andrjes on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Ég stefni að því að mæta líka

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2009 04:40 #10 by Hordurk
Replied by Hordurk on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Ég ætla að mæta

Kv. Hörður

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2009 02:20 #11 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Mæti

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2009 23:51 #12 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Stefni á að mæta.

Kv. GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2009 23:16 #13 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Mæti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2009 22:50 #14 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Ég mæti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2009 21:01 #15 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Þyrlusveitin kallar
Ég kem... ekki spuning B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum