Á kayak umhverfis Ísland

06 ágú 2009 04:03 #1 by SteiniCkayak
Gísli er klárlega hetjan mín þessa dagana.
Ég eins og kannski nokkrir aðrir horfði á eftir honum leggja af stað með þónokkrar efasemdir um árangur og talsverða öfund.
En hann skildi mig eftir í rykinu og kláraði þetta verkefni með stæl.
Innilega til hamingju Gísli.
Þegar ég verð stór og legg út í svona fullorðin verkefni þá leita ég til þín :-)
og ég er sammála því að þessi árangur á eftir að verða lyftistöng og hvatning öðrum í sportinu á íslandi.

Kv Steini Ckayak

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2009 01:43 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=47040

Gísli var á Bylgjunni í morgun. Og mæltist honum vel sem endranær.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2009 05:02 #3 by valdiharðar
Þrátt fyrir að ég þekki Gísla ekki persónulega langar mig til að óska honum innilega til hamingju með frábæran árangur. Öll þau ár sem ég hef verið tengdur sportinu hafa menn gælt við þá hugmynd að róa hringinn. Það fyllir mann alltaf eldmóði þegar einhver stígur fram, hættir að tala um að gera hlutina og einfaldlega framkvæmir.

Ég hef trú á að þessi ferð Gísla verði mikil lyftistöng fyrir kajaksportið í landinu.

kv.
Valdi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2009 20:57 #4 by Gíslihf
Tímabil hvunndagsins er hafið á ný hjá mér, vinna, heimilislíf og ástundun áhugamála „í hófi“ fyrst um sinn. Ég tel víst að ég verði ekki alveg samur og áður eftir þennan hringróður um landið okkar, áhrifin eru sterk og ég á eftir að vinna talsvert úr þeim a.m.k. fyrir sjálfan mig.

Jón Skírnir (JSA) fyrrverandi formaður skrifaði athugasemd hér í morgun, en hann átti sinn þátt í að kveikja neistann hjá okkur Magnúsi Sigurjóns fyrir rúmu ári þegar Marcus þurfti að hætta tilraun sinni og JSA spurði hvort það væri bara alltaf erlent fólk sem reri umhverfis Ísland. Fljótlega auglýsti Maggi eftir félaga til að róa upp í Borgarnes og það kom í ljós að við vorum báðir að hugsa um það sama – að glíma við hringinn en ég lærði mikið af því að vera félagi Magga. Ég átti auðvitað skilð að vera \"tuskaður\" á suðurströndinni, því að æfing í brimlendingu og sjósetningu mátti ekki vera minni.

Mér þótti afar vænt um virkan stuðning eiginkonu, fjölskyldu og nokkurra vina, þegar ég gat í raun aðeins vænst þess að uppátækinu yrði mætt með velviljuðu umburðarlyndi. Þetta er af sama toga og þegar börn okkar fara aðrar leiðir en okkur líkar, einmitt þá sýnir stuðningur þeim kærleika án skilyrða!

Margir, sem urðu á vegi mínum á langri leið sýndu mér hjálpsemi og gestrisni – kærar þakkir til þeirra, ég nefni engan en mun reyna að hafa samband og senda persónulegar kveðjur síðar.

Ég þakka félögum úr kayaksportinu, sumir hafa hafa kennt eða æft með mér, veitt mér stuðning á leiðinni með rýni veðurspáa, fjallað um ferðina á heimasíðunni eða róið dag og dag með mér í sjálfri hringferðinni og alltaf voru samskiptin í anda þess að vera félagar og góðir samferðamenn. Pistlar Sævars Helgasonar hafa tengt þessa ferð menningu, sögu og náttúrufari landins en það féll mér vel enda var ferðin nátengd hlýjum hug mínum til landsins, sem ég tel gæfu mína að hafa fæðst og alist upp í og yfirstandandi „kreppa“ breytir engu þar um.

Að lokum vil ég tjá þakklæti, þakkir til Hans sem ég trúi á og reyni að treysta jafnt í daglegu lífi og þegar horfast þarf í augu við eitthvað ógnvekjandi og það veitir mér hugarró til þess að geta tekið ákvarðanir án þess að fara úr jafnvægi.

Við Strandakirkju lagði ég flotvestið með hnífnum, sem eru tákn lífsbjargar og eigin varna, á kirkjutröppurnar og ég kraup á annað hnéð eins og riddararnir forðum og þakkaði hvað allt hafði gengið vel en óskaði einnig eftir vel færu veðri það sem eftir væri. Spáin lofaði engu góðu fyrir Faxaflóann og tíminn var naumur miðað við mín plön en þið sáuð hvernig norðanstrengurinn hröfaði út í hafið næstu daga.

Bestu kveðjur til ykkar allra,
Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2009 16:01 #5 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Það hefur verið tær snilld að fylgjast með þessari ferð úr fjarska. Ég var skeptískur í upphafi að þetta myndi hafast, en þegar að Gísli var búinn með Vestfirðina þá fór ég að hafa trú á því að hann myndi klára þetta. Eftir allar ferðalýsingarnar hans Sævars þá kom það mér eiginlega á óvart þegar að Gísli sagði frá því að hafa verið tuskaður aðeins á suðurströndinni :)

En nú er stóra spurningin. Hvað á ég að gera núna á morgnanna í vinunni? Er til mikils mælst að biðja næsta um að taka einn hring :)

Bestu kveðjur
Jón Skírnir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2009 06:28 #6 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Frábært! Til lukku með hringinn Gísli! :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2009 03:48 #7 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Ég ætla að óska Gísla til hamingju með afrekið og finst frábært að maður á hans aldri hafi verið fyrstur Íslendinga til að ljúka þessum áfanga. Mér var það sannur heiður að fá að róa með kappanum þessa tvo daga. Ég átti líka að koma á framfæri hamingjuóskum frá Karli og Önnu á Efstu Grund.

Sævar þú átt líka heiður skilin fyrir frábæra pistla síðustu tvo mánuði sem verða seint toppaðir hér á spjallvef klúbbsins. ;)

Gísli hafðu það gott í aðlögun þinni að venjulega lífinu næstu daga. :P

Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2009 16:26 - 09 nóv 2011 23:54 #8 by Sævar H.
3.ágúst 2009

46.róðrarleggur-lokaáfanginn: Minna-Knarrarnes á
Vatnsleysuströnd-Álftanes- Geldinganes í Reykjavík



Núna kl 9 í morgun þann 3. ágúst lagði Gísli
kayakræðari upp í sinn 46. og síðasta róðrarlegg á
kayakróðri sínum umhverfis Ísland.

Fyrst mun leið hans liggja með Vatnsleysuströnd og að
vestanverðu Álftanesi.

Þar mun Gísli taka hvíldarpásu og hitta væntanlega
róðrarfélaga sem munu róa með honum síðustu 20 km .
frá Álftanesi í Geldinganes í Reykjavík-þar sem
Gísli kayakræðari lýkur 2015 km róðri sínum umhverfis Ísland.
Alls mun sjóleið Gísla kayakræðara verða um
40 km á þessum lokaróðri hans.

Veður er með eindæmum gott til lofts og sjávar. Og
áætlað er að lenda í fjörunni inni í Geldinganesi kl 18 í dag þ. 3.ágúst.

Þetta er síðasti pistillinn sem ég rita hér á
þennan vef" Á kayak umhverfis Ísland "


Og að lokum :

Nú er kayakróðri Gísla H. Friðgeirssonar umhverfis
Ísland að ljúka . Gísli hafði samband við mig skömmu
fyrir upphaf ferðarinnar og óskaði eftir að ég
uppfærði á heimasíðu Kayakklúbbsins gengi
ferðalagsins frá degi til dags.
Ég féllst á þessa ósk Gísla.
Ekki var ég sannfærður um að færslurnar yrðu mjög
margar.
Menn höfðu verið að leggja í nokkra daga kayakferðir
en þær endað oftar en ekki fyrr en ætlað var…

Færslurnar um kayakróður Gísla hafa orðið fleiri en
mig sjálfan óraði fyrir.

Gísli H. Friðgeirsson kláraði verkefnið .

Hann er nú í dag þann 3. ágúst 2009 að ljúka við
einstakan kayakróður umhverfis Ísland- róður sem hann
hóf frá Geldinganesinu í Reykjavík þann 1. Júní 2009

Hann hefur lagt að baki 2015 km sjóleið nú þegar hann
leggur að í Geldinganesinu í dag þ. 3. ágúst

Þetta hefur verið bæði skemmtilegt en líka krefjandi
verk – að ferðast með Gísla alla þessa löngu leið úr
fjarlægð en þó að reyna að koma til skila lýsingu
ferðar sem á sér enga hliðstæðu hjá okkur
Íslendingum.
Þetta er fyrsta ferðin af þessum toga sem
Íslendingur hefur afrekað og haft sigur.

Það hefur auðveldað mér verkið að strönd Íslands er
ég mjög kunnugur frá því, ég 17 ára gamall, gerðist
farmaður og á næstu 4 árum kynntist ég hafinu og
strönd Íslands – náið í blíðu og stríðu.
Einkum eru mér rastirnar illræmdu minnisstæðar, þegar
sjór var úfinn og kaldir vindar blésu-hvasst…

Til hamingju með afrekið- Gísli H. Friðgeirsson<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:38
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2009 06:42 #9 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Við Gunnar Ingi hittum á Gísla um átta leitið í morgun á heimili dóttur hans i Keflavík, hún hafði þá um nóttina farið og hitt á Gísla i nágrenni Sandvíkur, ekki hafði hann komist alla leið i víkina þar sem hann sá ákjósanlegan lendingarstað rétt áður en að víkinni kom og taldi best að taka land þar, hann gekk svo yfir hraunið i myrkrinu ca. tvo km. upp á veg. Hann var eldsprækur eftir 4 tíma svefn, við rérum fyrsta legg að Stafnesvita og næsti leggur var fyrir Garðskagavita í Garð, þar beið okkar fjölskylda Gísla og með kaffihlaðborð i fjörunni, ekki slæmar móttökur það. Síðasti leggur var svo tekinn yfir á Vatnsleysuströnd á fínu lensi.
Við Gunnar ókum heim á leið en Gísli fór heim til dóttur sinnar og hennar fjölskyldu.
Frábær dagur fyrir okkur að fá að fylgja Gísla smá spöl á hringferðinni. takk fyrir mig. lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2009 04:21 #10 by Sævar H.
2.ágúst 2009

45. róðrarleggur : Litla Sandvík á Reykjanesi- Garður á Garðskaga- Minna- Knarrarnes á Vatnsleysuströnd




Heildarróður að baki : 1975 km:P

Eftir eru ca: 35 km :P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/08/02 21:24
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2009 18:01 #11 by Sævar H.
2.ágúst 2009

45.róðrarleggur : Litla Sandvík á Reykjanesi- Keflavík- Vatnsleysuströnd ?


Kl. 11 þ. 2. ágúst fékk ég SMS frá Gísla kayakræðara.

Hann lagði upp frá Litlu-Sandvík á Reykjanesi um kl
10 í morgun.
En Gísli er ekki einn á ferð.
Með honum eru róðrarfélagarnir Lárus og Gunnar Ingi.

Þeir félagar eru núna SV af Höfnum og er mikill
skriður á þeim í aðfallsstraumnum norður
Reykjanesröstina- um 7 km/klst.
Fyrirliðinn Gísli kayakræðari áætlar að dagsróðurinn
verði a.m.k í Keflavík.
Sennilegt er að þeir endi á Vatnsleysuströndinni sem
er þá um 50 km. róður.
Að fara í Keflavík lengir leiðina um 6 km...

En við sjáum til þegar þeir hafa tekið hvildarstopp
við innanverðan Garðskaga....

Nú fer hver að verða síðastur að gerast þátttakandi
í þessum einstæða kayaróðri Gísla H. Friðgeirssonar
umhverfis Ísland .

Síðasti róðrarleggur verður á morgun þann 3.ágúst
2009...Og síðan heyrir ævintýrið sögunni til..

Smá myndasýnig frá Vestmannaeyjaróðri Gísla og
Örlygs- svona á meðan við bíðum....



Kl 16.30
Ég var að heyra í Gísla kayakræðara. Þeir komu til
hafnar í Garði á Garðskaga um kl 16. og allt hefur
gengið vel.
Spottækið er orðið dauft á rafhlöðum og sýndi því
engin merki sl 3 klst..

Þeir félagar hafa endurmetið stöðuna og framhaldið.
Hætt er við að fara í Keflavík- en taka stefnuna á
Vatnsleysuströnd.
Hugsanlega enda þeir við Kálfatjarnarkirkju við
Keilisnes.
Það er síðan fínn upphafsstaður Gísla á morgun í
lokaróðurinn... 30-36 km sjóleið , eftir leiðarvali í
Geldinganes.

Allt skýrist með kvöldinu um hvar Gísli lýkur þessum róðrarlegg.

Kl. 20.30
Var að tala við Gísla kayakræðara. Þeir lentu
róðrarfélagarnir um kl 19.30 í víkinni við Minna-
Knarrarnes á Vatnsleysuströnd-skammt austan við
Gerðistangavita.

50 km sjóróður var að baki frá því þeir lögðu upp frá
Litlu Sandvík á Reykjanesi kl 10 í morgun þ.2.ágúst.

Veður var gott og með straumur fyrir Garðskaga sem
jafnaði upp mótvind.
Og frá Garði á Garðskaga og að Vatnsleysuströnd var
gott lens-fínn róður sagði Gísli kayakræðari.

Þá er það morgundagurinn.

Síðasti róðrarleggur Gísla á hinni einstæðu ferð hans
á kayak umhverfis Ísland endar í Geldinganesi á
morgun 3.ágúst 2009.

Væntanlega birtist okkur dagskrá frá Kayakklúbbnum
af þessu tilefni.
Sjálfur mun ég róa með Gísla frá aðstöðu Sviða á
Álftanesi og í Geldinganes.

Sennilega er Gísli kayakræðari eini maðurinn sem róið
hefur Reykjanesröstina í svartamyrkri á kayka- í
bullandi straumi....

Það hefur margt einstakt borið við á langri sjóferð
Gísla á leiðinni umhverfis Ísland- einn síns liðs á
kayak.

Við bíðum morgundagsins...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:37
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2009 15:58 #12 by Sævar H.
2.ágúst 2009

44.róðrarleggur: Herdísarvík-Grindavík- Litla Sandvík





Heildarróðrarleið að baki : 1925 km

Eftir eru ca : 80 km <br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/08/02 09:03
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2009 03:56 #13 by Gíslihf
Ég var að vakna eftir 2ja tíma svefn hér í húsi björgunarsv. Þorbjörns í Grindavík og góða sturtu. Gamall vinur úr Vestm. Helgi Sæmundsson smiður kom því í kring eftir að ég hringdi í hann hér eftir lendingu með kaffisopa í huga en hann var ekki á svæðinu

Róðurinn sóttist seint í dag, veður var gott en þó alltaf mótvindur og það er lýjandi. Nú ætla ég á sjó aftur og reyni að komast vestur fyrir skagann.

Ég sá fullt af fólki þarna vestan við Selatanga en var nýbúinn að taka kaffihlé í grýttri fjöru austar þar sem mér tókst að taka land.

Kveðja, Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2009 17:42 #14 by Sævar H.
1.ágúst 2009

44. róðaraleggur: Herdísavík í Selvogi- Grindavík-Litla Sandvík ?


Gísli kayakræðari lenti ásamt róðrarfélaga sínum
Gumma J. um kl 22.15, þann 31 júlí , í Herdísarvík í
Selvogi- í Gullbringusýslu.
Þá hafði Gísli lagt að baki 58 km róður frá
Þjórsárósum þaðan sem hann lagði upp kl 10 þ.31.júlí
ásamt þáverandi róðrarfélaga sínum Örlygi .
Örlygur yfirgaf Gísla síðan á Stokkseyri en Gummi J
hafði bæst í hópinn skömmu áður.

Og nú er Gísli kayakræðari aftur orðinn einn síns
liðs þar sem hann er nú að leggja upp frá
Herdísarvík í Selvogi.

Ég átti samtal við Gísla nú í morgun þ. 1.ágúst.
Gísli var hress og var að búa sig til brottfarar í
sinn 44. róðrarlegg á leið sinni umhverfis Ísland.

Nú mun róðrarleið Gísla liggja frá Herdísarvík í
Selvogi og í Grindavík þar sem Gísli mun ákvarða
framhaldið eftir gott hvíldarstopp.
Hann stefnir á að róa fyrir Reykjanesið og í Hafnir-
nú í dag.

Róðraleiðin í dag gæti því orðið löng eða um 70 km.
Og nú verða mikil umskipti á strandlínunni frá söndum
suðurlandsins.

Nú taka við hraun og strandbjörg Reykjanesskagans
þar sem Krísuvíkurbjargið og tengd björg mynda um 20
km samfellda strandlínu með litlum lendingarskilyrðum
fyrr en við Selatanga sem eru vestan Krísuvíkur-
bjargs.
Selatangar eru gömul verstöð sem nýtt var um aldir á
vetravertíðum. Ennþá sjást miklar minjar frá þeim
tímum í formi verbúðarústa og fiskbyrgja. Ágæt
lending er við Selatanga. Einnig er góð lending við
Ísólfsskála skammt austan Grindavíkur.

Og frá Grindavík og fyrir Reykjanes er fátt um
lendingastaði fyrr en í Sandvík norðan við
Reykjanestána.
Eftir það fjölgar góðum lendingastöðum, sem fyrrum voru verstöðvar .

Nú er veður og sjólag Gísla hagstætt allt að
Reykjanesvitanum en þá gæti orðið nokkur alda og
mótvindur.

Góð innlegg hér að framan frá róðrarfélögum Gísla kayakræðara...

Kl. 17 lenti Gísli í fjörunni í Litlubót sem
er smá vík skammt utan hafnar í Grindavík.

Sjálfur var ég staddur í fjölskylduferð á Selatöngum
þegar Gísli renndi þar hjá .

Sjór var sléttur utan þess að nokkur undiralda var og
braut því á boðum og brim við fjöru.

Gísli tók eitt stopp á leiðinni skammt austan
Selatanga.

Nú er að sjá hvort Gísli heldur áfram eftir góða
hvíldarpásu við Grindavík og rær t.d í Hafnir á
Garðskaga....

2.ágúst 2009 kl 9 Gísli kayakræðari lauk sínum
44. róðrarlegg á leið sinni umhverfis Ísland í Litlu
Sandvík á Reykjanesi um 3.2 km norðan við
Reykjanesvita.
Gísli lenti um kl 2 aðfaranótt 2. ágúst í svarta
myrkri...

Sjóleið Gísla var um 55 km á þessum róðrarlegg.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:36
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2009 17:00 #15 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Ég setti á flot við Knarrarósvita og réri á móti þeim félögum Gísla og Örlygi. Ég mætti þeim fyrir neðan Regnheiðarstaði og réri út í Herdísarvík með Gísla en Örlygur yfirgaf hópinn á Stokkseyri og það síðasta sem við sáum af honum var þegar hann hvarf þar inn í Draugasafnið á eftir ansi laglegum draug eða álf og hefur ekkert frést af honum síðan. Við tókum kaffistopp þar og rérum síðan yfir í Þorlákshöfn þar sem gerði á okkur vestanbrælu og náðum við að flýja í land þar og safna kröftum og þamba meira te. Þegar við lögðum í hann aftur var komið koppalogn sem breyttist fljótlega í léttan meðvind en nú var blessuð sólin komin beint í augun og var frekar til óþæginda að því leiti. Um 3km frá vitanum við Selvog rérum við inn í hóp af Óðinshönum en það er einhvað maður á ekki von á að hitta út á ballarhafi. Þegar við komum í Selvoginn renndum við í land hjá Strandarkirkju og Gísli skellti sér í kirkjuna og óskaði þar eftir góðu leiði hjá almættinu og héldum við að því loknu í Herdísarvík þar sem mín frú breið eftir okkur með heitt kaffi og ýmislegt góðgæti handa Gísla. Við kvöddumst með virktum og þeim orðum að hann ætlar að taka daginn snemma og byrja með látum því framundan er 30 km leggur til Grindavíkur þar sem lítið er um staði til landtöku en þessi leið er undir Krýsuvíkurjarginu.
Ég ætla að hvetja menn og konur til að róa með Gísla hluta úr þeim leiðum sem eftir eru, það þarf ekki að vera allur dagurinn heldur bara hluti úr dagleið.

Nú tekur Sævar við með lýsingarnar ;)<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2009/08/01 10:02

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum