Langisjór 1.-3. júlí

30 jún 2011 18:18 - 30 jún 2011 18:31 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Langisjór - aflýst
Er þetta ekki bara frestun þar til hagstæð náttúruskilyrði gefa á sér gott færi?
Svona ferð er engan veginn hægt að fastsetja með margra mánaða fyrirvara. 2-4 daga fyrirvari skipulagt á korknum er frábært til að gera ógleymanlegan róður um Langasjó. Að notast við kayak sem ferðatæki þarna innfrá - er það besta að mínu mati.
Núna er mikill snjór þarna innfrá og vegir óvissir. Náttúrufarið ekki nema hálft þess sem verður síðar
Uppúr miðjum júlí er tímabært að huga að ferð inneftir....
Bara svona að upplýsa um reynsluna.

Ferðast á Langasjó við topp náttúruskilyrði
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2011 15:51 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Langisjór - aflýst
30. júní 2011 kl 15:45.

Ákveðið hefur verið að hætta við ferðina á Langasjó, sem er leitt, en þetta er "Ísland í dag".

Nýrri veðurspá (06:00) sýnir ekki aðra þróun í veðri, eða minni vind, þ.e. 10-12 m/s e.h. á laugardegi og um nóttina - og færðin uppeftir er óviss, líklega verður búið að opna, en bleyta mikil á leiðinni.

Njótið helgarinnar,
kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2011 13:27 - 30 jún 2011 13:28 #3 by torfih
Replied by torfih on topic Re: Langisjór 1.-3. júlí
Ég hef áhuga á að fara í þessa ferð ef farin verður, sonur minn kæmi með. Höfum báðir róið Langasjó áður.
Torfi (gsm 6911094).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2011 12:32 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Langisjór í skoðun
30. júní kl. 12:30.

Nú er í skoðun í samráði við formann ferðanefndar hvort hætt skuli við klúbbferðina á Langasjó nú um helgina (1.-3. júlí).

Ég hafði samband við Vegagerðina áðan og er verið að vinna við leið F235 upp að Langasjó, það hefur þó reynst seinlegt og mun vera þar meiri bleyta en búist var við - hann vonast til að því verði lokið fyrir helgina! Staða vega er uppfærð jafnóðum á kortinu:
www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.pdf

Spáð er erfiðu veðri:
www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/sudausturland/
Ný spá verður væntanlega reiknuð út í hádeginu, út frá lægðakerfi:
www.vedur.is/vedur/spar/atlantshaf/

Aðeins tveir þátttakendur hafa látið vita af sér og eru bæði án reynslu af kayak.

Vinsamlega fylgist með hér síðdegis.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2011 09:58 #5 by Gíslihf
Mvd. 29.6.2011. kl 10.

Leiðin upp að Langasjó verður opnuð á morgun fimmtudag.
Ég hef ekki getað fengið nánari fregnir af ís á vatninu en geri ekki ráð fyrir að hann verði farartálmi.
Veðurspáin gerir ráð fyrir austan stinningskalda með rigningu og hlýindum. Austanáttin merkir puð á laugardeginum og lens til baka með vindhviðum niður skörð Fögrufjalla.
Úr því að rignir á jökli ætti askan ekki að verða vandamál.

Ég stefni á að gista í Hólaskjóli á föstudagskvöld og vera kominn að Langasjó kl. 10 á laugardagsmorgni.

Vindaspá gerir ráð fyrir 15-20 m/s vindi við Vík síðdegis á sunnudag þannig að plan B fellur niður og mikilvægt er að festingar báta á þaki séu öruggar.

Tjá má sig um þátttöku hér á korki eða hafa samband við mig í gsm 822 0536.

Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2011 14:14 - 27 jún 2011 15:10 #6 by Gíslihf
Mánud. 27.6.2011 kl 14.

Það hentar vel að gista í Hólaskjóli á föstudagskvöld en þaðan eru 30 km að vesturenda Langasjávar. Ég ræddi við Baldur í Hálendismiðstöðinni Hólaskjóli og hjá honum er hægt að fá gistingu inni í sal fyrir kr. 3500 en einnig má leigja smáhýsi og fá tjaldstæði.

Nokkur ljón eru á veginum:
1. Vegasamband.
Eins og Sveinn var búinn að upplýsa eru allar líkur á að vegurinn verði opnaður í vikunni, en ég náði einnig í starfsmann Vegagerðarinnar í dag.
2. Ísilagt yfirborð.
Baldur tjáði mér hins vegar að fyrir skömmu síðan hafi Langisjór verið hulinn ís og því ófær fyrir báta. Hann er nú að senda mann upp eftir til að kanna stöðuna og ég mun hafa samband við hann aftur á morgun.
3. Veður.
Veðurspáin að vesna.
4. Öskufok.
Þurr vindur af jökli þýðir öskufok. Best er þá að vera ekki með tjald með rennilás, vera með hlífðargleraugu og ekki nýlegan bíl!

Ég er ekki til í að hætta við þessa ferð í annað sinn, fyrr en í fulla hnefana, en plan-B er eins og fyrr segir Dyrhólaós.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2011 12:56 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Langisjór 1.-3. júlí
Skv. starfsmanni vegagerðarinnar í Vík í gær, þá má reikna með að leiðin að Langasjó opni í vikunni.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2011 10:59 #8 by Gíslihf
Um næstu helgi er ferðin á Langasjó fyrirhuguð.

Áætlun ferðanefndar er á þessa leið:
Gist á föstudagskvöldi á einhverju góðu tjaldstæði i Skaftártungum sem verður sameinast um á kork klúbbsins. Síðan verður mæting við Langasjó undir Sveinstindi á laugardagsmorgni kl. 10:00. Leiðin eftir vatninu er um 20 km og verður gist í tjöldum við austurenda Fögrufjalla. Róið er til baka á sunnudeginum og haldið heim.

Ekki er enn komin veðurspá sem ég veit um fyrir þessa daga, en staða lægða og hæða nálægt landinu n.k. föstudag lofar góðu, gæti orðið hæg norðanátt. Hins vegar er Fjallabaksleið nyrðri enn lokuð allri umferð.

Varaáætlun er Dyrhólaós og nágrenni.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum