Straumkayakkort

31 okt 2012 14:20 #1 by bjarni1804
Replied by bjarni1804 on topic Re: Straumkayakkort
Heill og sæll sértu JSA.
Ég veit ekki hvort einhver hefur rennt sér þennan hluta Vestari Jökulsár.
Það hefur yfirleitt ekki verið fært upp að Skiptabakka fyrr en seint í júní og þá er stutt í að hálendisleysingu ljúki. Miðsumars er lítið í ánni, það lítið oft á tíðum, að ég hef grun um að hún geti verið torfarin á köflum í gljúfrinu, nema rigni. Jöklaleysing hefst svo síðsumars og þá vex aftur í ánni. Af því að áin er í þröngu gljúfri kunna breytingar á rennsli að hafa sums staðar umtalsverð áhrif á rennslisfar hennar.
Grun hef ég um að þetta sé á, sem þurfi að hafa meira fyrir að læra á, en ýmsar aðrar, á þá við að ganga/fjórhjólast þurfi með öllu gilinu til að vita hvers sé að vænta og hvaða rennsli hentar.
Upplýsingar um rennsli Vestari Jökulsár, niðri við Goðdali, er að finna á vef Veðurstofunnar: vmkerfi.vedur.is/vatn/VV_Frame.php?r=269...sturland&page_id=338. Í mánuðunum júlí, ágúst og september er rennsli uppi við Skiptabakka 2/3 þess, sem er niðri við Goðdali.
Kannski er ekki að finna heppilegri stað til að bæta sér upp adrenalínskort . . . . . aaað slepptum Dettifossi.
Það væri gaman að heyra hvort einhver skoði þetta.
Kv. Bjarni Kr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 okt 2012 09:45 - 30 okt 2012 09:48 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Straumkayakkort
Bjarni
Ég hef frétt af þessari leið og skoðað hana. Það er einn frekar svakalegur foss á henni.
En veistu hvort einhver hafi róið þarna?

Jói, ég smelli nýja videoinu á kortið.

Tinna, kortið yrði enþá hressara ef að Þorvaldsdalsáin væri með á því. Það væri hresst ef að þið Jói skrifuðuð smá lýsingu í sama stíl og ég hef gert og sendið mér, ásamt því að láta mig vita hvar hún er á kortinu. Þið getið t.d. búið til google map með staðsetningunni og sent mér.
Jón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 okt 2012 15:25 #3 by bjarni1804
Replied by bjarni1804 on topic Re: Straumkayakkort
Vibót á straumkayakkort ?

Til er leið, sem kann að vera áhugaverð fyrir ykkur straumgeggjarana, 640 - 200 m y.s. og 15 - 20 km löng.
Þetta er rennsli niður Vestari Jökulsá í Skagafirði, frá Skiptabakka og þar til hún sameinast Hofsá í Vesturdal. Mest alla þessa leið er áin í gljúfri og ég hef grun um að fyrstu 10 – 15 km kunni að vera fátt um staði upp úr því.

Kv. Bjarni kistinsson
S.: 8946986

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 okt 2012 12:15 #4 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re: Straumkayakkort
Miklagil á Holtavörðuheiði er á kortinu. Ég náði einni bunu þar niður sl. vor ásamt Reyni Óla og Chris. Ótrúlega flott þarna niðri í gljúfrinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 okt 2012 14:04 #5 by Tinna
Replied by Tinna on topic Re: Straumkayakkort
Þú ert svo hress Jón, það er yndislegt. Flott kort

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2012 09:54 #6 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Straumkayakkort
Bætti inn klúbbunum á Ísafirði og Neskaupsstað.
Sviði er ekki með neinn tengilið, og því hefur ekki mikið gildi á kortinu eins og er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2012 08:59 #7 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Straumkayakkort
Sæfari og Kayak Center Iceland = 66.067773, -23.127733
Suðurtangi 2, 400 Isafiordr, Vestur-Isafjardarsysla, Iceland
www.facebook.com/KayakCenterIceland


Kajakklúbburinn Kaj = 65.147232,-13.68565
Neskaupsstað
kaj.123.is/


Kayakklúbburinn Sviði = 64.095476,-22.035058
Álftarnesi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2012 07:41 #8 by Ingimundur
Replied by Ingimundur on topic Re: Straumkayakkort
Flott framtak!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2012 13:24 #9 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Straumkayakkort
Þá kemur auðvitað í ljós að ég hef ekki hugmynd um hvar aðrir klúbbar eru staðsettir. Allar ábendingar eru vel þegnar og heimasíður eða einhverskonar tengiliður enn betur þegnir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2012 13:19 #10 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Straumkayakkort
Er ekki betra að einhver sem hefur róið leiðirnar setji þær inn.

Það er lítið mál að búa til google maps kort og svo má bara senda mér linkinn. Þá get ég bætt nýju leiðunum við og lagað textann þ.a. hann passi forminu (ef það þarf).

Fyrir sjóleiðir mætti koma upp með nýtt litakonsept til að merkja erfiðleikann. Ég nota gulann, appelsínugulann, rauðann, fjólubláann. Á sjónum nætti nota grænann, , grænbláann, bláann, svartann, eða eitthvað.

Ég set kannski inn merkinar fyrir klúbbaðstöður, bæði í Reykjavík og úti á landi. Ég veit kannski ekki alveg stöðuna á öllum. En það er sniðugt að hafa aðstöðurnar og einhverjar upplýsingar um tengiliði eða heimasíður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2012 12:12 - 09 okt 2012 08:45 #11 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Straumkayakkort
Það er spennandi að koma þarna inn (eða á sérkort) sjókayak ferðum og/eða -leiðum.
Spurning um punkta á aðstöðurnar í Geldinganesi og Nauthólsvík.
Það eru textar um ferðir klúbbsins í árskýrslunum og ferðaskýrlsum.
Sjá t.d. Ferðaskýrslu 2011 . Ég á þessa skýrslu á Word ef þú vilt og getur unnið úr henni.

Eins eru nokkuð fastmótaðar leiðir út frá Geldinganesinu sem mættu vera þarna og þá með upplýsingum um lengt ofl.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2012 06:51 - 04 okt 2012 06:52 #12 by jsa
Straumkayakkort was created by jsa
Gaman að sjá að straumkayakkortið er komið í loftið.

Eins og þið sjáið er þetta bara frekar einfalt Google maps kort. Það geta því allir sem vilja búið til leiðarlýsingu sem hægt er að bæta inn á kortið. Það væri gaman að hafa þarna góðan lista yfir þá róðrarleiðir sem fólk er að fara. Það mætti alvega hugsa sér að hafa sjókayakleiðir líka.

Þegar lýsngin er til má endilega senda mér póst á rivermapiceland@gmail.com og þá smelli ég uppfærslu á kortið.

Líka gaman að fá smá feedback þannig að ég geti lagað það sem er í ólagi.

Þá er bara að smella sér í róður og bæta nýjum leiðum á kortið. Væri fínt að fá fleiri Gular (class II).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum