Uppstigningardagur

19 maí 2007 00:24 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Uppstigningardagur
það er greinilega mjög ásetinn laugardagurinn 19. maí og okkur ekki þar á bætandi . Þá er að fjölmenna á bikarmótið í fyrramálið.:)
Finna síðan gott róðrarkvöld fyrir Engey og Akurey.
Síðan er vika í Sjókayakhátíðina í Stykkishólmi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2007 23:52 #2 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Uppstigningardagur
Það er gott aktivitet áætlað fyrir morgundaginn 19. maí í sæmilegu veðurútliti. Ekki virðist nauðsyn að bæta þar við og ég held að við geymum uppstigningardagsáætlunina til betri tíma. Róðurinn \"Þéttir á floti\" (sbr. kvæðið Táp og fjör og frískir menn, þar sem segir \"þéttir á velli og þéttir í lund\") fór reyndar fram um þarsíðustu helgi skv. áætlun, fjórir knáir ræðarar létu sig vaða út í rokið við Álftanesið vestanvert, reru inn í Fjörð, framhjá öðru skipi með nafnið Wilson Muuga og áðu við slippinn og svo tilbaka sömuleið, fínn róður fyrir Geir, Stefán, Grím og undirritaðann.....

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/05/18 19:53<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2007/05/18 19:54

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2007 16:02 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Uppstigningardagur
Eins og tíðafarið hefur verið undanfarið þá hefur lítið verið hægt að áætla sjóróðra með löngum fyrirvara.
Því hafa öll plön farið fyrir lítið það sem af er sumrinu vegna óhagstæðs veðurs.
Það þarf því að nota skammtíma veðurspána og Korkinn til að grípa þau róðrartækifæri sem gefast... Við eigum ennþá eftir að róa \&quot;Hörpuróðurinn \&quot; , \&quot;Þéttir á floti\&quot; og kvöldróður um Engey og Akurey, lagt frá Örfirisey
Er ekki upplagt ,Reynir Tómas ,að reyna að slá þessu öllu saman einn fjöldaróður núna á laugardagskvöldið og þá frá Örfirisey undir þinni forystu ?
Gaman væri að fá að sjá stemmningu fyrir þessu hér á Korkinum...:P ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2007 03:53 #4 by Reynir Tómas
Þetta er rétt hjá þér Sævar, við verðum að bíða betra veðurs á laugardag........:ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum