Námskeið Guðna Páls og klúbbsins slær í gegn.

16 sep 2013 15:28 - 16 sep 2013 17:38 #1 by Steini
Þótt ég hafi verið lítið virkur síðustu misserin, þá fylgist maður með hér á heimasíðunni og er það einstaklega ánægjulegt að sjá hvað óeigingjart starf reyndra félagsmanna skilar sér inn í klúbbinn, enda væri svona félag lítils virði ef svo væri ekki.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2013 15:06 #2 by Hannes
Þakka Guðna Páli og öllum hinum sem voru að segja til fyrir gagnlegt og skemmtilegt námskeið.

-Hannes

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2013 15:04 #3 by skulihs
Takk fyrir frábæran dag. Fyrir nýliða eins og mig var þetta gríðarlega gagnlegt, lærði mikið á þessu. Nú er málið að vera duglegur að fara á sjó og sundlaugaæfingar til að æfa áratökin.
Það var líka gaman að komast í kynni við þennan kröftuga hóp sem keyrir áfram starf klúbbsins.
Kveðja - Skúli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2013 09:37 #4 by krivigg
Já ég tek undir þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2013 19:04 #5 by Bergþór
Bestu bestu þakkir. Alveg frábær námskeiðsdagur. Fjöldi snillinga sem lögðu sitt af mörkum undir dyggri stjórn Guðna Páls. Mér sýndust allir brosa hringinn eftir góðar og lærdómsríkar æfingar.

Nú skora ég á klúbbstjórnina að taka þessa hugmynd og vera með námskeiðsdag í byrjun hausts ár hvert.

Þakka fyrir mig
Bergþór
The following user(s) said Thank You: gsk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2013 18:19 #6 by bjarni1804
Þetta var aldeilis flott framtak hjá GPV og klúbbnum og mjög gagnlegt fyrir mig nýgræðinginn. Námskeiðið tókst vel og svo var þetta líka alveg hreint stórskemmtilegt.

Svo vil ég nefna annað. Hryggjarstykkið í klúbbnum eru nokkrir einstaklingar, sem halda utan um félagsróðrana og gerðu, t.d. þetta námskeið mögulegt. Þetta er ekkert sjálfsagt, en án þeirra væri klúbburinn annar. Þetta ber að þakka og takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2013 17:41 #7 by Ingi
Þetta hefði nú verið frábært að eiga á myndbandi. Kannski gerum við það næst.
Takk fyrir flott framtak hjá Kayakklúbbnum og Guðna Páli.

Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2013 16:01 - 15 sep 2013 09:25 #8 by Sævar H.
Félagabjörgun & sjálfbjörgun- þetta var eiginlega megin þemað í kynningu á þessu námskeiði Guðna Páls .
Ég átti því von á um 3 - 4 klst busli í sjó við að komast upp í kayakinn.
Klæðnaður minn miðaðist við langtímadvöl í sjó.
En það var meiri víðaátta en það í þessu námskeiði.
Fyrst var kynning og sýnikennsla á þurrulandi.
Að því búnu tók við upphitunaræfing , í fjörunni, fyrir sjósetningu.
Þá var þessum mikla kayakræðarafjölda (41) skipt upp í þrjá hópa og 2-3 kennarar voru í hverjum hóp.
Á þessum tímapúnkti hófst grunnkennsla í kayakróðri og helstu trixsum við beitingu árinnar.
Þarna var minn maður orðinn heldur vondaufur um meginþemað "Félagabjörgun & sjálfbjörgun- en damlaði samt eitthvað með árinni.
Að þessu loknu var blásið til kaffihlés- gaman að því.

Að loknu kaffi fór allt liðið til sjós á ný.
Nú var komið að "Félagabjörgun & sjálfbjörgun . Minn hópur lenti í Höfðavíkinni.
Þarna fóru hinar merkustu félagabjörgunaræfingar svo fram og gengu mjög vel.
Að þeim loknum var róið að fjöru neðan aðstöðunnar.
Þá var komið að lokaþættinum "sjálfbjörgun" með árafloti.
Þær æfingar voru gagnlegar.
Og að lokum fór fram kynning á þurru landi í notkun á ýmsum björgunartoglínum.
Þannig að þetta varð víðáttumikil kayakæfing og kynning á ýmsum björgunaraðferðum ásamt ofkælingarvá.
Einstaklega vel heppnað og hvatt til fleiri slíkra í næstu framtíð.
Eitt sérnámskeið mætti fara fram í notkun á dráttarbúnaði - það er mikil þörf á því.

Kærar þakkir fyrir einkar vandað kayaknámskeið. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2013 15:26 #9 by SAS
Glæsileg mæting. 41 tók þátt í námskeiðinu sem er væntanlega metmæting á viðburð á vegum Kayakklúbbsins. Myndir á Faceboook síðu Kayakklúbbsins sem og á
picasaweb.google.com/sjokayak/20130914KayakBjorgunarnamskei

Takk fyrir mig, og takk Guðni fyrir frumkvæði og skipulag námskeiðsins

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2013 11:08 - 14 sep 2013 11:10 #10 by Gíslihf
Nú eru um 40 keipar á sjó í Eiðsvíkinn og eru allir ræðarar að segja til, æfa, rifja upp eða læra eitthvað nýtt. Það var falleg sjón að líta yfir víkina í morgun, þar sem þessi fjöldi var í þrem stórum hópum í blíðu og sléttum sjó.

Eftir pest undanfarna daga átti ég betur heima á ströndinni en á sjó, en ég heyrði og sá nóg til að sannfærast um að þetta er vel heppnað. Svona viðburður og annað líkt er einmitt nokkuð, sem klúbbur okkar á að standa fyrir, en Guðni Páll var réttur maður á réttum tíma til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

"Hugmyndafræðin" hefur eitthvað mótast undanfarið í samskiptum Guðna Páls við stjórn og reynda félaga en mér virðist hún vera eftirfarandi:

Að fara yfir alla helstu færniþætti tengda kayakróðri, sem hafa þarf vald á til að geta talist sjálfbjarga ræðari í einu hálfs dags námskeiði. Í breska kerfinu fær fólk þriggja stjörnu skírteini (BCU 3 star) eftir að hafa sýnt prófdómurum/þjálfurum fram á slíka færni, en allt BCU kerfið er mikið bákn og torsótt upp á toppinn, jafnvel þótt færnin sé nokkurn veginn fyrir hendi. Það er áhugaverð spurning hvað við getum gert hér heima til að votta færni ræðara.

Það verður svo gaman að heyra hvað þátttakendum finnst eftir á.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum