Hátið hafsins 2014

05 jún 2014 23:53 #1 by Konyak
Replied by Konyak on topic Hátið hafsins 2014
Búinn að opna albúmið.. takk fyrir að benda mér á það :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2014 22:24 #2 by Konyak
Replied by Konyak on topic Hátið hafsins 2014
Sælir

Smellti nokkrum myndum af þyrlubjörguninni og fólki að róa til hafnar á eftir. Hér er slóðin:

plus.google.com/photos/10938897305340974...957105617?banner=pwa

Megið endilega tagga fólkið á myndunum sem þið þekkið þarna.

Kv. Hákon

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2014 22:15 #3 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2014 21:49 #4 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2014 21:02 - 01 jún 2014 21:34 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hátið hafsins 2014
Þetta tókst vel hjá okkur í Kayakklúbbnum á Hátið hafsins. Ég held að allir séu þokkalega sáttir. Töluvert rennsli af fólki og mikið spurt um allt varðandi bæði starfsemi klúbbsins og sportið almennt. Við þurfum að hafa eitthvað kynningarefni tiltækt við svona uppákomur. þyrluæfingin var dúndurflott. Gaman að sjá þennan glæsilega hóp á sjónum.
Takk fyrir daginn.
Ingi

plus.google.com/u/0/107995105321883118409/posts/i7bhve2vK56

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2014 20:35 - 01 jún 2014 21:03 #6 by Andri
Replied by Andri on topic Hátið hafsins 2014
Kayakarnir vöktu mikla eftirtekt í dag og margir sem komu í tjaldið og voru að spyrja út í sportið. Eitthvað hefur skipulagið klikkað hjá hátíðarhöldurum, enda var borgarstjórinn nýbyrjaður að halda ræðu þegar þyrlan birtist og yfirgnæfði allt. Gnarrinn hélt ótrauður áfram og stundum heyrðist röddin hans á milli þyrluspaðanna þótt að það væri ómögulegt að greina hvað hann sagði. Líklega hefur hann verið að tala um hvað þetta var glæsilegt kayakfólk sem tók þátt í þyrluæfingunni :)

Ég náði einu skemmtilegu videói af Guðna Páli hoppa í höfnina og ef þið hækkið í hátalaranum þá heyrist að orðaforðinn hjá tveggja ára syninum sem ég hélt á er alveg í lagi. Hér er linkur:


Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2014 07:01 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hátið hafsins 2014
Það gekk vel í gær á Hátið hafsins og slæðingur af gestum sem eru forvitnir um kayaka. Okkur vantar þó straumvatnsbát og svo væri gaman að hafa svona eins og einn sit on top eða hvað hann heitir á íslensku. Verðum áfram í tjaldinu til kl 17 í dag.

Eru einhverjir sem ekki ætla að róa tilbúnir til að koma á tjaldvakt í dag? Við tökum svo tjaldið niður uppúr kl 17 og þá þarf nokkra helmassaða til aðstoðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2014 07:01 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hátið hafsins 2014
Það gekk vel í gær á Hátið hafsins og slæðingur af gestum sem eru forvitnir um kayaka. Okkur vantar þó straumvatnsbát og svo væri gaman að hafa svona eins og einn sit on top eða hvað hann heitir á íslensku. Verðum áfram í tjaldinu til kl 17 í dag.

Eru einhverjir sem ekki ætla að róa tilbúnir til að koma á tjaldvakt í dag? Við tökum svo tjaldið niður uppúr kl 17 og þá þarf nokkra helmassaða til aðstoðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 22:42 - 30 maí 2014 23:17 #9 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hátið hafsins 2014
Nokkrir harðjaxlar mættu og tjölduðu á lóðinni okkar við Rastargötu í kvöld. Það gekk eins og í sögu þrátt fyrir smá golukalda.
Semsagt allt klárt á landi fyrir helgina. Lítur vel út með okkar aðkomu þó að smá aðlögun sé nauðsynleg vegna ytri aðstæðna.
En við látum ekkert stoppa okkur úr þessu

Tjaldmeistarar 2014: Guðni Páll. Gísli H.F. (hringfarar Kayakklúbbsins) Sveinn Axel, Gísli S.K. Gummi J. Þorbergur, Ingi Bogi, Lárus og Ingi

plus.google.com/u/0/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2014 12:36 #10 by Egill Þ
Replied by Egill Þ on topic Hátið hafsins 2014
Sprettkeppni Kayakklúbbsins verður á sunnudag kl. 15:00-15:30.(bíðum eftir staðfestingu á tímasetningu hjá Hátíð hafsins)
Óskað er efttir sem flestum þátttakendum og æskilegt er að þeir sem ætla í björgunaræfingu með Landhelgisgæslunni taki þátt í keppni.

Stefnt er að liðakeppni og róa frá Sjóminjasfninu út fyrir bauju (ca. 100-300 m) og aftur inn að upphafsstað, þar tekur næsti liðsmaður við. Að lokinni keppni hefst björgunaræfing með Landhelgisgæslunni

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2014 22:35 #11 by SAS
Replied by SAS on topic Hátið hafsins 2014
Það verður mikið um að vera næstu daga. Í stað hefðbundins félagsróðurs á morgun, eru árlegar björgunaræfingar Kayakklúbbins, sjá nánar Öryggisdagur á sjó

Á laugardaginn er Hörpuróður, mæting við Skarfaklett kl 12:00, sjá nánar hér

Á sunnudag, Sjómannadag:
kl:??.?? er sprettkeppni Kayakklúbbsins. Egill/Ingi???
kl 15:30 er björgunaræfing með Landhelgisgæslunni, sjá nánar hér

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2014 20:44 - 28 maí 2014 20:46 #12 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hátið hafsins 2014
Þetta verða tveir aðskildir liðir á dagskránni. Við vorum með veltur og slíkt á Laugardeginum í fyrra en núna verður þyrlan á sunnudegi. Hún er alltaf skipulögð fram í tímann gæti allt eins verið kölluð út en eins og þeir hjá LHG eru búnir að segja þá eru þeir tilbúnir í æfingu með okkur svipaða og hefur oft verið á Reykjavíkurbikarnum.

Það verður stór flutningabíll sem við fáum sem geymslu fyrir dótið sem verður til sýnis í tjaldinu. Hann verður staðsettur ca 50 metra frá því. Kannski er hægt að hafa þarna fleiri kayaka. Sjáum til með það.

Bkv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2014 18:49 #13 by Bergþór
Replied by Bergþór on topic Hátið hafsins 2014
Eitthvað er ég að ruglast í dagskránni næstu daga.
Er Hörpuróður 31. maí eitt atriði með veltum í Daníelslipp og björgunaræfing með tilbehör í og við Sjóminnjasafnið 1. júni annað atriði?

Ég hafði hugsað mér að vera með á laugardaginn. EF allir hinir eru á sunnudeginum þá nenni ég ekki einn á laugardaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2014 21:04 #14 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hátið hafsins 2014
Alltaf að bætast við á heimasíðu hatidhafsins.is/

Við verðum þarna á besta tíma og besta stað. Vona að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessari hátið okkar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2014 08:30 #15 by Klara
Replied by Klara on topic Hátið hafsins 2014
Við verðum með svipaða dagskrá og í fyrra að viðbættri æfingu með Landhelgisgæslunni. Tjaldið verður á svipuðum stað en aðgengi á að vera betra, það verða fleiri öryggisverðir og annað slíkt þannig að vonandi gengur okkur betur að komast að svæðinu með bátana ofl.
Hugmyndir um nýjungar eru vel þegnar og ekki síst aðstoð við framkvæmd. Við fengum mjög jákvæð viðbrögð í fyrra og þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir okkur til að kynna íþróttina okkar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum