Félagsróður 5. júní

09 jún 2014 23:51 - 09 jún 2014 23:55 #1 by Þóra
Replied by Þóra on topic Félagsróður 5. júní
Man ágætlega eftir þessum róðri 2008, hér er smá upprifjun
kayakklubburinn.is/index.php/component/k.../2071-felrodh-12-jun

væri alveg til í að skoða myndirnar sem Maggi linkar á

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2014 22:04 #2 by Vigfús
Replied by Vigfús on topic Félagsróður 5. júní
Ég þakka kærlega fyrirr skemtilega og funheita kvöldstund, frábæran félagsskap og alla þá visku sem þið látið af hendi rakna. P.s. líkamshitinn er alveg að detta niður fyrir 96 gráður á celsíus. kveðja Vigfús.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2014 17:38 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 5. júní
Ég mann þann róður eins og gerst hafi í gær!
Næsta fimmtudag verð ég að skreppa til Norge í viku.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2014 11:00 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróður 5. júní
Já frábært frá upphafi til enda. Konyak var líka gaman að prófa.
Svo er það næst 12. júní sem svo heppilega vill til að ber upp á félagsróðrar-fimmtudegi, en 12. júní er óopinber fæðingardagur Öryggis-stefnunnar góðkunnu, sem NB hefur verið við lýði nú í heil 6 ár.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2014 09:04 #5 by Bergþór
Replied by Bergþór on topic Félagsróður 5. júní
Þakka góða róðrarsamveru. Róðrarstjórnun með ágætum. Altaf einhverjir sem leita útúr hópnum. Einlægur vilji til kælinga og skemmtunin hin ágætasta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2014 08:37 #6 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 5. júní
19 vaskir ræðarar mættu í félagsróður í gærkvöldi þar sem var tekið Eyjahopp eins og lofað var. Byrjuðum á því að róa út fyrir Þerney, þaðan var róið út í Lundey þar sem tekið var örstutt kaffistopp í fjöruborðinu til að trufla ekki fuglalífið. Að því loknu var haldið var fyrir Geldinganes og síðan beint heim í höfuðstöðvar okkar. Það var frábært veður og þurftu vel klæddir ræðarar að kæla sig með sunddýfum. Á leiðinni frá Lundey að Geldinganesi voru bæði róðrarstjóri og öryggisstjóri róðursins í vandræðum með jafnvægið, lentu óvænt í sjónum og þurftu björgun. Þá reyndi á frumkvæði annarra ræðara sem var að sjálfsögðu ekkert vandamál. Fleiri ræðarar létu sitt ekki eftir liggja og æfðu bjarganir, veltur og fleira.

Takk skemmtilegan róður, sjáumst á sjó sem fyrst.
Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2014 14:54 #7 by Guðni Páll
Hann lægir í kvöld og það verður dúnalog hjá okkur. Mæti hress :D

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2014 14:49 #8 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 5. júní
Eins og fyrri daginn þá er ekkert að marka veðurspár. Kl. 14:00 var N 7 m/s í Geldinganesi og hviður upp í 8-10 m. Góðu fréttirnar eru þær að það er 13,5 °C

Við látum þetta ekki á okkur fá, höldum plani og mætum í róður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2014 08:46 #9 by Klara
Það er frábær veðurspá fyrir félagsróður á morgun, ca. 2-4 m/s SA en lægir síðan með kvöldinu. Yfir 10 stiga hiti þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði að taka skemmtilegan róður með góðu kaffistoppi. Ef aðstæður leyfa þá tökum við sérvalið Eyjahopp, en ákvörðun um róðrarleið verður tekin á pallinum rétt fyrir brottför. Hvet sérstaklega þá sem mættu á öryggisdaginn að koma og halda áfram að æfa sig.
Sjáumst hress á morgun.
Klara.
The following user(s) said Thank You: Hroki

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum