Æfingaróður þrd. 24. júní.

25 jún 2014 12:11 - 25 jún 2014 12:16 #1 by Gíslihf
Svar við spurningu Vigfúsar:
Það gilda ekki formlegar klúbbreglur um þessa róðra, heldur eru þeir eftir hefð sem myndaðist í ársbyrjun 2009 þegar ég var að þjálfa mig fyrir hringróðurinn og aðrir félagar að stefna á BCU stjörnur eða annað.
Þetta eru oftast nefndir æfingaróðrar og hafa verið á þriðjudögum eftir dagvinnutíma, þ.e. mæting 16:30 og á sjó kl. 17. Þeir sem eru "sjálfbjarga" eru velkomnir, æfingaróðrar eru ekki fyrir byrjendur, fólk er ekki "passað" eins og gert er skv. öryggisstefnunni. Öll erum við þó góðir félagar ef einhver lendir í erfiðleikum og félagabjörgun og aðstoð er siðferðleg (og ánægjuleg) skylda sérhvers ræðara.
Annars eru þetta í stuttu máli þrekæfingar, með miklu áframhaldi í einn til tvo tíma, stundum einnig leikur og tækniæfingar.
Sá sem treystir sér í þetta mætir þá bara á þessum tíma.
Þátttaka á sumrin hefur verið lítil en talsverð um vetur, jafnvel í verstu veðrum.
Vona að þetta skýri málið og aðrir félagar mega alveg láta i ljós ef þeim þykir ég ekki hafa sagt rétt frá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2014 11:44 #2 by Vigfús
Sæll Gísli mig langar að forvitnast um þessa róðra eru þeir opnir öllum eins og félagsróðurinn á fimtudögum. Eru þessir róðrar fyrir lengra komna, ég sé ekkert um þessa róðra hér á síðunni. Mig fer að langa að komast í svolítið meiri sjó til þess að athuga getuna þ.e.a.s hvort ég sé tilbúinn í meira.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2014 23:29 - 24 jún 2014 23:30 #3 by Gíslihf
Það er svo sem ekki í frásögu færandi að einhver mæti í þrijðudagsæfingu.
Það voru ekki fleiri en við Marc, austanáttin var hvöss, 10 m/s og hviður upp í 14 m/s.
Við héldum því upp í vindinn inn í Korpuós og til baka undan vindi og vaxandi öldu, sem alltaf er skemmtilegt.

Stór hundur gerði þarfir sínar við pallinn sem oftar en annað vakti áhuga okkar, það voru fimm menn á brimbrettum dregnir af eins konar fallhlífarvængjum og þutu þeir um sjóinn, mest þvert á vindinn. Tveir voru fyrir austan og hinir fyrir vestan Eiðið.
Ég hafði á orði við einn þeirra að þetta væri flott að sjá - en honum þótti ekki minna til koma að við skylum vera á kayak í þessum aðstæðum!
Það væri gaman að prófa svona brettabrun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum