Úrslit í Hvammsvíkurmaraþoni 4. september 2010 voru sem hér segir.

1. sæti - Rúnar Pálmason á Valley Nordkapp
1. stopp: 1:38.30   2. stopp: 3:29.30   Mark: 5:39.18

2. sæti - Örlygur Steinn Sigurjónsson á Lettman Godthap
1. stopp: 2:06.50   2. stopp: 4:23.05   Mark: 6:45.20

Féll úr keppni - Sigurður Pétur Hilmarsson á Kirton Inuk
1. stopp: 1:49.05   2. stopp: 3:36.50

 

 

Töluverður strengur var úr SA við rásmark. Veðurstöð á Geldinganesi mældi 14 m/s jafnaðarvind kl. 12:00 og að mesta hviða hafi slegið upp í 19 m/s. Svo virðist sem vindurinn hefur rifið sig upp einmitt þegar við vorum að leggja af stað því veðurmælingar fyrir hádegi og eftir sýna minni vindstyrk. Á Kjalarnesi mældist 14 m/s jafnaðarvindur en 20 m/s í hviðum í hádeginu. Róðurinn var því verulega krefjandi. Í Hvalfirðinum mætti ræðurum austanstrengur, á bilinu 12-14 m/s og sterkari í hviðum.

Þess má geta að Pétur Hilmarsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu með þátttöku í Hvammsvíkurmaraþoni. Víst er að hann gleymir ekki þeim afmælisdegi í bráð!

Mótsstjóri var að venju Pétur B. Gíslason. Sævar Helgason og Þóra Atladóttir buðu sig fram sem starfsmenn keppninnar. Þeim er þakkað kærlega fyrir keppnina. Sömuleiðis skal minnt á að öryggisgæsla var í höndum Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Slík gæsla er forsenda fyrir keppnishaldi.